Landspítali í Fossvog Ólafur Örn Arnarson skrifar 16. maí 2012 06:00 Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr. Ráðgjafarnir dæmdu húsnæði Landspítala við Hringbraut algerlega úrelt og óhæft til frambúðar. Hins vegar væri spítalabygging í Fossvogi mun betri og væri hægt að byggja við 30 þúsund fermetra þess húss og stækka um helming og byggja þar aðra 30 þúsund fermetra til viðbótar. Það væri hægt að byggja mun hærra til lofts vegna þess að flugvöllurinn væri þar ekkert fyrir eins og væri hins vegar við Hringbraut en þar væri ekki hægt að byggja meira en 4 hæða byggingar. Í Fossvogi væri hins vegar ekkert mál að byggja 9-10 hæða byggingar þar sem nýtingin væri svo miklu betri og byggingarnar ódýrari. Staðsetningin í Fossvogi er svo miklu betri umferðarlega að við erum mjög nálægt miðju borgarsvæðinu. Við Hringbraut er ástandið miklu verra. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna lagnar ýmissa mannvirkja að kostnaðurinn er upp á marga milljarða króna. Það virðist vera mjög stórt mál að ekki megi byggja neitt nema einbýli í spítalabyggingum. Þannig er nú að í húsinu í Fossvogi eru nú þegar mörg einbýli en þar fyrir utan eru flestar stofur tvíbýli. Nú er það svo að meðal legutími, vegna breytinga á skurðtækni, hefur styst mjög og er nú kominn niður í 2-3 daga. Í húsinu sem verður byggt til viðbótar í Fossvogi er sjálfsagt að hafa eintóm einbýli. Þær tillögur sem nú liggja fyrir um byggingar við Hringbraut eru að byggðar séu 60-70 þúsund fermetra byggingar þar. Kostnaður er sjálfsagt helmingi meiri en byggingin sem leysir mál bygginganna í Fossvogi. Í þessu sambandi erum við tala um nokkra tugi milljarða, þ.e. hvort okkur dugi ein Hörpubygging eða hvort við þurfum tvær. Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við verðum að koma okkur ofan úr skýjunum og niður á jörðina.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar