Komum mynd á mannréttindi Anna Kristinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra".
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar