Slegist við strámann á Fjöllum Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni. Svo maður taki nýlegt dæmi lítur strámaður Einars Benediktssonar, fv. sendiherra, svona út: „Þá er það Huang Nubo, væntanlega útsendari kínverskra stjórnvalda dulbúinn sem sjálfgerður milljóneri." (Fréttablaðinu 9. maí). Einar veltir því fyrir sér hvort fyrirhuguð gistiaðstaða á Grímsstöðum myndi ekki henta sem kínverskar vinnubúðir ef á þyrfti að halda fyrir umskipunar- og olíuhöfn norðarlega á Austfjörðum í framtíðinni. „Hver veit?" spyr Einar. Já, hver veit, Einar? Kannski Gróa á Leiti. „Augljós útsendari kínverskra stjórnvalda," segir einn af þessum háttvirtu við Austurvöll, Þór Saari, um Huang, og Kristján Pálsson, fyrrverandi háttvirtur, segir í kommentakerfinu á Eyjunni að það komi sér verulega á óvart „að sjá suma menn hér berjast fyrir því að erlent einræðisríki nái tökum á íslensku landi". Tilbrigði í strámannasmíðinni eru svo hlutir sem hafa skolast til í þýðingum, viljandi eða óviljandi. Í nýlegum viðtölum á vefsíðum „hrósar hann sér af því að hafa valtað yfir andstöðuna," segir mín gamla vinkona Lára Hanna Einarsdóttir um Huang. Þá á vondi Kínverjinn að hafa „hælst um yfir því að hafa knésett innanríkisráðherrann," eftir því sem ófáir álitsgjafar segja, stígvélafullir af vandlætingu. Já, ljótt ef satt væri. Er maður að hlusta á oflátann Jón sterka í Skugga-Sveini: Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar? Ég finn þessum hlöðnu þýðingum ekki stað í kínverskum fjölmiðlum. Hvað svo?Rúmsins vegna verða þessi fáu dæmi að duga, en allt ber að þeim sama brunni að maður hefur gengið undir manns hönd að gera fyrirhugaðar fjárfestingar Huangs á Íslandi tortryggilegar. Það er í góðu samræmi við þær upphrópanir, sleggjudóma og útlendingaótta sem hér er allt að drepa. En að öllu þessu sögðu þarf að lenda þessu máli sem að ósekju er orðið að vandræðamáli. Mér sýnist ekki ætla að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni. Og það er náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan. Ég get ekki séð að Huang hafi neina þörf fyrir Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki. Eins og mál hafa þróast finnst mér athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna. Kínverski vinkillinnMargt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga. Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér. Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi. Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið. Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð-Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði. Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum. Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun-fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma. Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng. En þá þurfum við líka öll að vanda okkur. Gefa strámönnum frí en ræða okkur til niðurstöðu eins og skikkanlegt fólk.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar