
Fantasíur
Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra.
Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun.
Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað.
Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn.
Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd.
Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum.
Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft.
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar