Skemmdarverk Skúli Helgason skrifar 6. júní 2012 06:00 Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun