Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman! Hannes Bjarnason skrifar 14. júní 2012 06:00 Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun