Hljómsveitin KK Band spilar á Café Rosenberg í kvöld. Trommuleikarinn Kormákur Geirharðsson er staddur erlendis og mun því ekki spila með sveitinni. Í stað hans var fenginn Ólafur Hólm, liðsmaður Nýdanskrar, auk þess sem félagi hans úr hljómsveitinni, Jón Ólafsson spilar á hljómborð.
Innkoma þeirra í KK Band kemur sér vel því til stendur að spila í fyrsta sinn á tónleikum lag Nýdanskrar, Frelsið, sem KK, forsprakki KK Bands, gerði vel heppnaða útgáfu af á dögunum. -fb
Nýdönsk hjálpar KK Band
