Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi 22. júní 2012 13:00 Þeir Paul Hennessy og Ian Lawrence hafa unnið lengi við að elta stórstjörnur út um allan heim og eru nú að reyna að ná góðum myndum af Tom Cruise á meðan hann er staddur hér á landi ið tökur á Oblivion. Paul segir að helsta dyggð paparazzi-ljósmyndarans sé þolinmæði. „Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira