Matreiðslubókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur hefur slegið í gegn síðan hún kom út í apríl síðastliðnum.
Samkvæmt nýjum bóksölulista er hún söluhæsta bók landsins það sem af er þessu ári en hún hefur selst í yfir fjögur þúsund eintökum. Sannarlega góður árangur hjá fjögurra barna móðurinni Berglindi, sem nýtur í bókinni aðstoðar eiginmanns síns, landsliðskokksins Sigurðar Gíslasonar.
Fjögur þúsund eintök
