Oliver Cromwell Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. júlí 2012 06:00 Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun