Glíman við leyndarhyggjuna Jóhann Hauksson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Þeir sem eitthvað fylgjast með þjóðmálum vita sem er að endurreisn efnahagslífsins hefur gengið vonum framar. Hagvöxturinn er meiri hér á landi en víðast hvar í Evrópu. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en gert var fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Hraðar dregur úr atvinnuleysi en spáð hefur verið og sýna gögn Vinnumálastofnunar 5,6% atvinnuleysi í maí síðastliðnum. Það er minna en nokkru sinni frá því eftir bankahrunið haustið 2008. Fjárfestingar hafa aukist umtalsvert og daglega berast fréttir af auknum umsvifum á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þar að auki hafa stjórnvöld sett á fót fjárfestingaráætlun sem að hluta er fjármögnuð með auknu veiðigjaldi.Vantraustið Ekkert af þessu virðist breyta því að viðhorf íslensks almennings til stjórnmála eru afar neikvæð og hefur svo verið frá því eftir hrun. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna er lítill og stjórnarandstöðuflokkunum gengur illa að auka fylgi sitt ef marka má kannanir. Í mars síðastliðnum báru aðeins 10% þjóðarinnar mikið traust til Alþingis. Tortryggni og vantraust virðist ríkjandi. Þetta endurspeglaðist í athugun á viðhorfum til upplýsingagjafar stjórnvalda sem dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir kynnti á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í lok síðasta mánaðar. Hún kannaði hvort svarendur teldu að stjórnvöld eða aðrir opinberir aðilar leyndu mikilvægum upplýsingum sem ættu erindi við almenning eða vörðuðu almannahagsmuni. Í ljós kom að helmingur svarenda taldi ríkisstjórnina oft leyna upplýsingum og önnur 40% töldu hana gera það stundum. Svipaðar tölur voru upp á teningnum varðandi ráðuneytin. Jóhanna gat um það er hún kynnti niðurstöður sínar að æðstu embættismenn og stjórnendur yrðu að gera sér grein fyrir því að endanleg ábyrgð á stjórnun, meðhöndlun og aðgengi upplýsinga lægi hjá þeim. Hún vék orðum að því að hér á landi virtist ríkja agaleysi og skortur væri á formlegum vinnureglum sem varða upplýsingagjöf. Taldi hún að hugarfarsbreyting yrði að eiga sér stað.Að opna þjóðfélag Því fer fjarri að ríkisstjórnin sýni þessum málum tómlæti. Öðru nær, enda er það eitt af markmiðum hennar að draga úr leyndarhyggju sem gróf um sig í áratugi í íslenskum stjórnmálum. Leyndarhyggja er sjúkdómseinkenni sérhagsmunavörslunnar og skýrir það vafalítið það mikla vantraust og tortryggni sem nú ríkir meðal almennings í garð stjórnmálanna. Unnið er að endurskoðun upplýsingalaga með það fyrir augum að aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum verði aukið. Þá hafa verið settar siðareglur fyrir ríkisstjórn og stjórnsýsluna. Að frumkvæði forsætisráðherra var veittur almennur aðgangur að öllum gögnum er varða einkavæðingu bankanna. Þær breytingar sem gerðar voru í fyrra á lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna miðuðu einnig að auknu gagnsæi og upplýsingagjöf af hálfu frambjóðenda og stjórnmálaflokka. Ríkisstjórnin samþykkti í lok síðasta mánaðar að skipa vinnuhóp sem fær það verkefni að semja drög að upplýsinga- og samskiptastefnu Stjórnarráðsins. Þessi ráðstöfun byggist að sínu leyti á skýrslu sem unnin hefur verið undanfarna mánuði á vegum forsætisráðuneytisins um upplýsingastefnu og notkun samfélagsmiðla. Enda hljóta stjórnvöld að huga vel að því hvernig best megi hagnýta rafræna miðlun til að bæta samskipti og efla upplýsingastreymi. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að þeir sem eiga samskipti á netinu við opinbera stjórnsýslu eru mun líklegri til að hafa jákvætt viðhorf gagnvart henni þar sem hún er aðgengilegri og opnari.Gagnsæi er hluti endurreisnarinnar Í umræddri skýrslu, sem einnig er að finna á vef stjórnarráðsins, er hugað að grundvallarreglum sem stjórnvöld víða um lönd styðjast við og má gera ráð fyrir að teknar verði upp hér á landi. Nefna má fimm slíkar reglur. Ÿ Sá sem biður um upplýsingar á að fá þær. Ganga skal svo langt sem lög og reglur leyfa. Ÿ Upplýsingar eiga að vera á einföldu og skýru máli. Ÿ Upplýsingar sem miðlað er eiga að vera réttar. Þær eiga að vera mikilvægar og gagnast fyrirspyrjanda. Ÿ Upplýsingar á að láta í té svo fljótt sem auðið er. Ÿ Réttar upplýsingar eiga að komist til réttra einstaklinga í réttum tilvikum. Aðgengi að upplýsingum á að auðvelda og jafna svo sem kostur er. Greið upplýsingamiðlun er hluti lýðræðisins og bætir það undantekningalaust. Upplýstir einstaklingar meta hlutina sjálfstætt og taka síður gagnrýnislaust við öllu sem þeim er rétt. Þeir eiga auðveldara með að greina sannleikann frá rangfærslum og ósannindum. Nauðsynlegt er að uppræta leyndarhyggjuna sem hreiðraði um sig í íslensku þjóðlífi í áratugi. Leyndarhyggjan átti drjúgan þátt í því að illa fór haustið 2008 þegar bankarnir hrundu. Að uppræta hana er hluti endurreisnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þeir sem eitthvað fylgjast með þjóðmálum vita sem er að endurreisn efnahagslífsins hefur gengið vonum framar. Hagvöxturinn er meiri hér á landi en víðast hvar í Evrópu. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en gert var fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Hraðar dregur úr atvinnuleysi en spáð hefur verið og sýna gögn Vinnumálastofnunar 5,6% atvinnuleysi í maí síðastliðnum. Það er minna en nokkru sinni frá því eftir bankahrunið haustið 2008. Fjárfestingar hafa aukist umtalsvert og daglega berast fréttir af auknum umsvifum á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þar að auki hafa stjórnvöld sett á fót fjárfestingaráætlun sem að hluta er fjármögnuð með auknu veiðigjaldi.Vantraustið Ekkert af þessu virðist breyta því að viðhorf íslensks almennings til stjórnmála eru afar neikvæð og hefur svo verið frá því eftir hrun. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna er lítill og stjórnarandstöðuflokkunum gengur illa að auka fylgi sitt ef marka má kannanir. Í mars síðastliðnum báru aðeins 10% þjóðarinnar mikið traust til Alþingis. Tortryggni og vantraust virðist ríkjandi. Þetta endurspeglaðist í athugun á viðhorfum til upplýsingagjafar stjórnvalda sem dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir kynnti á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í lok síðasta mánaðar. Hún kannaði hvort svarendur teldu að stjórnvöld eða aðrir opinberir aðilar leyndu mikilvægum upplýsingum sem ættu erindi við almenning eða vörðuðu almannahagsmuni. Í ljós kom að helmingur svarenda taldi ríkisstjórnina oft leyna upplýsingum og önnur 40% töldu hana gera það stundum. Svipaðar tölur voru upp á teningnum varðandi ráðuneytin. Jóhanna gat um það er hún kynnti niðurstöður sínar að æðstu embættismenn og stjórnendur yrðu að gera sér grein fyrir því að endanleg ábyrgð á stjórnun, meðhöndlun og aðgengi upplýsinga lægi hjá þeim. Hún vék orðum að því að hér á landi virtist ríkja agaleysi og skortur væri á formlegum vinnureglum sem varða upplýsingagjöf. Taldi hún að hugarfarsbreyting yrði að eiga sér stað.Að opna þjóðfélag Því fer fjarri að ríkisstjórnin sýni þessum málum tómlæti. Öðru nær, enda er það eitt af markmiðum hennar að draga úr leyndarhyggju sem gróf um sig í áratugi í íslenskum stjórnmálum. Leyndarhyggja er sjúkdómseinkenni sérhagsmunavörslunnar og skýrir það vafalítið það mikla vantraust og tortryggni sem nú ríkir meðal almennings í garð stjórnmálanna. Unnið er að endurskoðun upplýsingalaga með það fyrir augum að aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum verði aukið. Þá hafa verið settar siðareglur fyrir ríkisstjórn og stjórnsýsluna. Að frumkvæði forsætisráðherra var veittur almennur aðgangur að öllum gögnum er varða einkavæðingu bankanna. Þær breytingar sem gerðar voru í fyrra á lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna miðuðu einnig að auknu gagnsæi og upplýsingagjöf af hálfu frambjóðenda og stjórnmálaflokka. Ríkisstjórnin samþykkti í lok síðasta mánaðar að skipa vinnuhóp sem fær það verkefni að semja drög að upplýsinga- og samskiptastefnu Stjórnarráðsins. Þessi ráðstöfun byggist að sínu leyti á skýrslu sem unnin hefur verið undanfarna mánuði á vegum forsætisráðuneytisins um upplýsingastefnu og notkun samfélagsmiðla. Enda hljóta stjórnvöld að huga vel að því hvernig best megi hagnýta rafræna miðlun til að bæta samskipti og efla upplýsingastreymi. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að þeir sem eiga samskipti á netinu við opinbera stjórnsýslu eru mun líklegri til að hafa jákvætt viðhorf gagnvart henni þar sem hún er aðgengilegri og opnari.Gagnsæi er hluti endurreisnarinnar Í umræddri skýrslu, sem einnig er að finna á vef stjórnarráðsins, er hugað að grundvallarreglum sem stjórnvöld víða um lönd styðjast við og má gera ráð fyrir að teknar verði upp hér á landi. Nefna má fimm slíkar reglur. Ÿ Sá sem biður um upplýsingar á að fá þær. Ganga skal svo langt sem lög og reglur leyfa. Ÿ Upplýsingar eiga að vera á einföldu og skýru máli. Ÿ Upplýsingar sem miðlað er eiga að vera réttar. Þær eiga að vera mikilvægar og gagnast fyrirspyrjanda. Ÿ Upplýsingar á að láta í té svo fljótt sem auðið er. Ÿ Réttar upplýsingar eiga að komist til réttra einstaklinga í réttum tilvikum. Aðgengi að upplýsingum á að auðvelda og jafna svo sem kostur er. Greið upplýsingamiðlun er hluti lýðræðisins og bætir það undantekningalaust. Upplýstir einstaklingar meta hlutina sjálfstætt og taka síður gagnrýnislaust við öllu sem þeim er rétt. Þeir eiga auðveldara með að greina sannleikann frá rangfærslum og ósannindum. Nauðsynlegt er að uppræta leyndarhyggjuna sem hreiðraði um sig í íslensku þjóðlífi í áratugi. Leyndarhyggjan átti drjúgan þátt í því að illa fór haustið 2008 þegar bankarnir hrundu. Að uppræta hana er hluti endurreisnarinnar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar