Árangur hverra og fyrir hverja? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Umræða undanfarinna daga um stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði gefur tilefni til að benda á nokkrar staðreyndir. Umræðan er mikilvæg vegna þess að tækifæri Íslands eru líklega meiri en nokkurs annars lands en samt eigum við á hættu að glata þeim. Saga undanfarinna ára undirstrikar þetta. Ríkisstjórnin, eða hluti hennar, leitast nú við að telja fólki trú um að stefna ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri í efnahagsmálum. Þetta hefur reyndar reynst mörgum ráðherrum nokkuð erfitt eftir að þeir hafa varið megninu af kjörtímabilinu í að reyna að sannfæra fólk um að Ísland ætti sér enga framtíð nema almenningur tæki á sig hundruð milljarða króna skuldir fallinna banka og landið gengi svo í Evrópusambandið. Á hverju byggist árangurinn?Umræðan snýst einkum um að hagvöxtur hafi aukist, landið geti nú slegið lán á markaði (ólíkt mörgum evrulöndum) og atvinnuleysi hafi minnkað (þótt raunverulegt atvinnuleysi sé reyndar meira en tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna). Þekktir erlendir hagfræðingar og blaðamenn hafa vakið athygli á árangri Íslands (það eru að miklu leyti sömu menn og helst hafa verði sammála framsóknarmönnum um Icesave og skuldir heimilanna). En á hverju byggir þessi árangur? Eins og sérfræðingarnir benda á byggir hann einkum á því að sveigjanleiki krónunnar dró úr atvinnuleysi hér á sama tíma og atvinnuleysi náði hámarki í evrulöndunum. Jafnframt skipti sköpum að Ísland skyldi ekki taka ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka. Hagvöxtur er meiri á Íslandi en annars staðar vegna þess að gengi gjaldmiðilsins féll, útflutningsverðmæti jukust, ferðamönnum fjölgaði o.s.frv. Við það bættust óvæntar makrílveiðar og neysla almennings jókst eins og oft gerist á verðbólgutímum. Niðurgreiðsla ríkisskulda í góðærinu skipti að sjálfsögðu sköpum og forðaði landinu frá því að lenda í sömu stöðu og Grikkland. Loks hafa menn kynnst því að velferðarkerfið og innviðirnir sem byggðir voru upp á undanförnum áratugum voru þó það sterkir að þeir hafa að mestu staðið af sér hamfarirnar. Nú er heilbrigðiskerfið reyndar komið í talsverða hættu enda var niðurskurður í heilbrigðismálum mestur á Íslandi árið 2010 (auk Spánar). Það er það eina af ofantöldu sem beinlínis má þakka núverandi ríkisstjórn. Hvað hefur ríkisstjórnin lagt til?Hvað í stefnu núverandi ríkisstjórnar hefur skilað efnahagslegum ávinningi? Hér hafa menn ekki nýtt það einstaka tækifæri sem verið hefur til að auka fjárfestingu og fjölga störfum. Þvert á móti, fjárfesting hefur verið í sögulegu lágmarki og störfin hafa einkum flust til Noregs. Ríkisstjórnin hefur hins vegar lagt ofurkapp á að snúa við öllum þeim þáttum sem hafa búið til árangurinn sem hún státar sig af. Öllum brögðum og öllu afli stjórnvalda hefur verið beitt við að færa skuldir gjaldþrota fjármálafyrirtækja yfir á almenning. Ráðherrar ráðast á gjaldmiðil eigin lands, einkum í viðtölum við erlenda blaðamenn, og berjast fyrir því að Ísland taki upp evru með aðild að evrópska seðlabankanum. Þar á bæ standa menn núna frammi fyrir heimssögulegri krísu og þeirri staðreynd að evran hefur aukið atvinnuleysi og mun á næstu árum rýra kaupmátt almennings (t.d. um yfir 40% á Írlandi). Við bætist að ef Ísland tæki upp evru í gegnum ESB þyrfti það að taka þátt í björgunaraðgerðum vegna ófremdarástandsins á evrusvæðinu. Danir reiknuðu nýverið út hvað þeir hafa sparað með því að taka ekki upp evru. Miðað við niðurstöður þeirra næmi kostnaður Íslendinga af þátttöku í evrunni um 400 milljörðum króna. Vegið hefur verið að innviðum landsins og einkum að þeim atvinnugreinum sem staðið hafa undir aukinni verðmætasköpun. Til að fullkomna aðförina að þeim hlutum sem helst hafa tryggt hagsmuni Íslands á undanförnum árum er nú hafinn undirbúningur að eftirgjöf í makríldeilunni. Helsta samningamanni Íslands í sjávarútvegsmálum var skyndilega kippt út úr viðræðunum og líkur standa til að ríkisstjórnin gefi stórlega eftir í deilunni á fundum með ESB í haust til að greiða fyrir ESB-umsókn sinni. Heimilunum fórnaðVerst er þó að stjórnvöld skuli ekki hafa nýtt þau tækifæri sem voru til að rétta hlut íslenskra heimila. Þótt íslenska krónan hafi komið að gagni við að halda uppi atvinnustigi og auka útflutning hefur hún vissulega sína galla. Sá stærsti birtist í stökkbreytingu á skuldum íslenskra heimila vegna verðtryggingarinnar. Hins vegar gafst stjórnvöldum tækifæri til að vinna bug á þeim vanda á meðan þau réðu enn yfir þrotabúum bankanna. Það tækifæri var ekki nýtt. Tjónið af því fyrir heimilin og samfélagið allt nam hundruðum milljarða. Íslandi bjargað frá gjaldþroti og ríkisstjórninniEf Ísland hefði þegar verið orðið ESB-land með evru árið 2008 hefði bankahrunið sett landið á hausinn. Nokkrir hinna margumræddu erlendu sérfræðinga, t.d. Ken Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, hafa bent á þetta. En í raun þarf ekki að reiða sig á álit sérfræðinga í þessu tilviki. Það nægir að bera stöðu Íslands saman við Írland og reikna áhrifin af því ef Ísland hefði verið látið taka neyðarlán til að bjarga bönkunum og um leið hefði atvinnuleysi orðið tvöfalt meira en raun varð. Nú er einnig ljóst að Ísland hefði orðið gjaldþrota ef ríkisstjórninni hefði tekist að koma í gegn fyrsta Icesave-samningnum. Framsóknarmenn voru oft sakaðir um að vera með málið á heilanum og eyða of miklu afli í að koma í veg fyrir Icesave-samninginn. En ef ekki hefði verið fyrir baráttu þingflokks framsóknarmanna og annarra hugsjónamanna, hefði stefna ríkisstjórnarinnar sett Ísland í þrot. NiðurstaðanEr ekki tímabært að ríkisstjórnin hætti að slá sig til riddara vegna árangurs sem hún hefur fremur reynt að koma í veg fyrir með aðgerðum sínum en ýta undir? Enn betra væri þó ef hún einbeitti sér loks (betra seint en aldrei) að því að rétta hag íslenskra heimila og að í framtíðinni yrði byggt á styrkleikum Íslands og tækifæri þess nýtt. Verði það gert verður hvergi betra að búa en á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða undanfarinna daga um stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði gefur tilefni til að benda á nokkrar staðreyndir. Umræðan er mikilvæg vegna þess að tækifæri Íslands eru líklega meiri en nokkurs annars lands en samt eigum við á hættu að glata þeim. Saga undanfarinna ára undirstrikar þetta. Ríkisstjórnin, eða hluti hennar, leitast nú við að telja fólki trú um að stefna ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri í efnahagsmálum. Þetta hefur reyndar reynst mörgum ráðherrum nokkuð erfitt eftir að þeir hafa varið megninu af kjörtímabilinu í að reyna að sannfæra fólk um að Ísland ætti sér enga framtíð nema almenningur tæki á sig hundruð milljarða króna skuldir fallinna banka og landið gengi svo í Evrópusambandið. Á hverju byggist árangurinn?Umræðan snýst einkum um að hagvöxtur hafi aukist, landið geti nú slegið lán á markaði (ólíkt mörgum evrulöndum) og atvinnuleysi hafi minnkað (þótt raunverulegt atvinnuleysi sé reyndar meira en tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna). Þekktir erlendir hagfræðingar og blaðamenn hafa vakið athygli á árangri Íslands (það eru að miklu leyti sömu menn og helst hafa verði sammála framsóknarmönnum um Icesave og skuldir heimilanna). En á hverju byggir þessi árangur? Eins og sérfræðingarnir benda á byggir hann einkum á því að sveigjanleiki krónunnar dró úr atvinnuleysi hér á sama tíma og atvinnuleysi náði hámarki í evrulöndunum. Jafnframt skipti sköpum að Ísland skyldi ekki taka ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka. Hagvöxtur er meiri á Íslandi en annars staðar vegna þess að gengi gjaldmiðilsins féll, útflutningsverðmæti jukust, ferðamönnum fjölgaði o.s.frv. Við það bættust óvæntar makrílveiðar og neysla almennings jókst eins og oft gerist á verðbólgutímum. Niðurgreiðsla ríkisskulda í góðærinu skipti að sjálfsögðu sköpum og forðaði landinu frá því að lenda í sömu stöðu og Grikkland. Loks hafa menn kynnst því að velferðarkerfið og innviðirnir sem byggðir voru upp á undanförnum áratugum voru þó það sterkir að þeir hafa að mestu staðið af sér hamfarirnar. Nú er heilbrigðiskerfið reyndar komið í talsverða hættu enda var niðurskurður í heilbrigðismálum mestur á Íslandi árið 2010 (auk Spánar). Það er það eina af ofantöldu sem beinlínis má þakka núverandi ríkisstjórn. Hvað hefur ríkisstjórnin lagt til?Hvað í stefnu núverandi ríkisstjórnar hefur skilað efnahagslegum ávinningi? Hér hafa menn ekki nýtt það einstaka tækifæri sem verið hefur til að auka fjárfestingu og fjölga störfum. Þvert á móti, fjárfesting hefur verið í sögulegu lágmarki og störfin hafa einkum flust til Noregs. Ríkisstjórnin hefur hins vegar lagt ofurkapp á að snúa við öllum þeim þáttum sem hafa búið til árangurinn sem hún státar sig af. Öllum brögðum og öllu afli stjórnvalda hefur verið beitt við að færa skuldir gjaldþrota fjármálafyrirtækja yfir á almenning. Ráðherrar ráðast á gjaldmiðil eigin lands, einkum í viðtölum við erlenda blaðamenn, og berjast fyrir því að Ísland taki upp evru með aðild að evrópska seðlabankanum. Þar á bæ standa menn núna frammi fyrir heimssögulegri krísu og þeirri staðreynd að evran hefur aukið atvinnuleysi og mun á næstu árum rýra kaupmátt almennings (t.d. um yfir 40% á Írlandi). Við bætist að ef Ísland tæki upp evru í gegnum ESB þyrfti það að taka þátt í björgunaraðgerðum vegna ófremdarástandsins á evrusvæðinu. Danir reiknuðu nýverið út hvað þeir hafa sparað með því að taka ekki upp evru. Miðað við niðurstöður þeirra næmi kostnaður Íslendinga af þátttöku í evrunni um 400 milljörðum króna. Vegið hefur verið að innviðum landsins og einkum að þeim atvinnugreinum sem staðið hafa undir aukinni verðmætasköpun. Til að fullkomna aðförina að þeim hlutum sem helst hafa tryggt hagsmuni Íslands á undanförnum árum er nú hafinn undirbúningur að eftirgjöf í makríldeilunni. Helsta samningamanni Íslands í sjávarútvegsmálum var skyndilega kippt út úr viðræðunum og líkur standa til að ríkisstjórnin gefi stórlega eftir í deilunni á fundum með ESB í haust til að greiða fyrir ESB-umsókn sinni. Heimilunum fórnaðVerst er þó að stjórnvöld skuli ekki hafa nýtt þau tækifæri sem voru til að rétta hlut íslenskra heimila. Þótt íslenska krónan hafi komið að gagni við að halda uppi atvinnustigi og auka útflutning hefur hún vissulega sína galla. Sá stærsti birtist í stökkbreytingu á skuldum íslenskra heimila vegna verðtryggingarinnar. Hins vegar gafst stjórnvöldum tækifæri til að vinna bug á þeim vanda á meðan þau réðu enn yfir þrotabúum bankanna. Það tækifæri var ekki nýtt. Tjónið af því fyrir heimilin og samfélagið allt nam hundruðum milljarða. Íslandi bjargað frá gjaldþroti og ríkisstjórninniEf Ísland hefði þegar verið orðið ESB-land með evru árið 2008 hefði bankahrunið sett landið á hausinn. Nokkrir hinna margumræddu erlendu sérfræðinga, t.d. Ken Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, hafa bent á þetta. En í raun þarf ekki að reiða sig á álit sérfræðinga í þessu tilviki. Það nægir að bera stöðu Íslands saman við Írland og reikna áhrifin af því ef Ísland hefði verið látið taka neyðarlán til að bjarga bönkunum og um leið hefði atvinnuleysi orðið tvöfalt meira en raun varð. Nú er einnig ljóst að Ísland hefði orðið gjaldþrota ef ríkisstjórninni hefði tekist að koma í gegn fyrsta Icesave-samningnum. Framsóknarmenn voru oft sakaðir um að vera með málið á heilanum og eyða of miklu afli í að koma í veg fyrir Icesave-samninginn. En ef ekki hefði verið fyrir baráttu þingflokks framsóknarmanna og annarra hugsjónamanna, hefði stefna ríkisstjórnarinnar sett Ísland í þrot. NiðurstaðanEr ekki tímabært að ríkisstjórnin hætti að slá sig til riddara vegna árangurs sem hún hefur fremur reynt að koma í veg fyrir með aðgerðum sínum en ýta undir? Enn betra væri þó ef hún einbeitti sér loks (betra seint en aldrei) að því að rétta hag íslenskra heimila og að í framtíðinni yrði byggt á styrkleikum Íslands og tækifæri þess nýtt. Verði það gert verður hvergi betra að búa en á Íslandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun