Aniston og leitin að ástinni 17. ágúst 2012 08:00 Jennifer Aniston hefur loksins hitt draumamanninn eftir mörg misheppnuð sambönd frá árinu 2005. Það er leikarinn og handritshöfundurinn Justin Theroux sem fór niður á skeljarnar fyrir viku. Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt. Eftir skilnað draumapars Hollywood í janúar 2005 hefur Jennifer Aniston leitað í margan karlmannsfaðminn. Aðdáendur gamanleikkonunnar glöddust því þegar kærasti hennar Justin Theroux fór niður á skeljarnar á afmælisdegi sínum á föstudaginn. Bónorðið var borið upp á tökustað nýjustu myndar Aniston, We‘re the Millers. Á sama tíma spá fjölmiðlar vestra að Brad Pitt muni ganga að eiga Angelinu Jolie um helgina í húsi þeirra í Suður-Frakklandi, en framhjáhald Brads með Angelinu eyðilagði hjónaband þeirra Aniston. Nýi unnustinn er 41 árs leikari og handritshöfundur. Þau eru sögð hafa fallið hvort fyrir öðru við tökur á Wanderlust í maí 2011 en Aniston sagði það einungis orðróm. Ástin virðist þó hafa kviknað því þau komu opinberlega fram sem par 6. júní í eftirpartíi kvikmyndaverðlauna MTV. Þetta er fyrsta hjónaband hans en áður var hann með stílistanum Heidi Biven til fjórtán ára. Strax eftir skilnað Aniston og Pitt hóf slúðurpressan að segja frá stuttum kynnum hennar við ýmsar þekktar stjörnur. Fyrsta mislukkaða sambandið var við mótleikarann Vince Vaughn sem hófst við tökur á The Break Up og varði í fimmtán mánuði á meðan blekið þornaði á skilnaðarpappírunum. Þaðan sigldi hún á ný mið og hitti bresku fyrirsætuna Paul Sculfor í nokkra mánuði árið 2007. Skömmu síðar bættist Owen Wilson í hópinn sem mótleikari og kærasti við tökur á Marley & Me en loginn slokknaði að tökum loknum. Í mars 2008 hófst samband hennar við söngvarann John Mayer sem varði í ár og er mörgum minnisstætt. Í ágúst 2009 fór af stað orðrómur um hana og mótleikarann Gerard Butler úr The Bounty Hunter. Af þeim náðust mjög innilegar myndir en þau vildu ekkert staðfesta. Mánuði síðar var hún skriðin í faðm Aarons Eckhart í kjölfar myndarinnar Love Happens. Nú virðist löng leit Aniston að ástinni á enda og eru þau Theroux á leið í hnapphelduna eftir rúmlega árs samband. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt. Eftir skilnað draumapars Hollywood í janúar 2005 hefur Jennifer Aniston leitað í margan karlmannsfaðminn. Aðdáendur gamanleikkonunnar glöddust því þegar kærasti hennar Justin Theroux fór niður á skeljarnar á afmælisdegi sínum á föstudaginn. Bónorðið var borið upp á tökustað nýjustu myndar Aniston, We‘re the Millers. Á sama tíma spá fjölmiðlar vestra að Brad Pitt muni ganga að eiga Angelinu Jolie um helgina í húsi þeirra í Suður-Frakklandi, en framhjáhald Brads með Angelinu eyðilagði hjónaband þeirra Aniston. Nýi unnustinn er 41 árs leikari og handritshöfundur. Þau eru sögð hafa fallið hvort fyrir öðru við tökur á Wanderlust í maí 2011 en Aniston sagði það einungis orðróm. Ástin virðist þó hafa kviknað því þau komu opinberlega fram sem par 6. júní í eftirpartíi kvikmyndaverðlauna MTV. Þetta er fyrsta hjónaband hans en áður var hann með stílistanum Heidi Biven til fjórtán ára. Strax eftir skilnað Aniston og Pitt hóf slúðurpressan að segja frá stuttum kynnum hennar við ýmsar þekktar stjörnur. Fyrsta mislukkaða sambandið var við mótleikarann Vince Vaughn sem hófst við tökur á The Break Up og varði í fimmtán mánuði á meðan blekið þornaði á skilnaðarpappírunum. Þaðan sigldi hún á ný mið og hitti bresku fyrirsætuna Paul Sculfor í nokkra mánuði árið 2007. Skömmu síðar bættist Owen Wilson í hópinn sem mótleikari og kærasti við tökur á Marley & Me en loginn slokknaði að tökum loknum. Í mars 2008 hófst samband hennar við söngvarann John Mayer sem varði í ár og er mörgum minnisstætt. Í ágúst 2009 fór af stað orðrómur um hana og mótleikarann Gerard Butler úr The Bounty Hunter. Af þeim náðust mjög innilegar myndir en þau vildu ekkert staðfesta. Mánuði síðar var hún skriðin í faðm Aarons Eckhart í kjölfar myndarinnar Love Happens. Nú virðist löng leit Aniston að ástinni á enda og eru þau Theroux á leið í hnapphelduna eftir rúmlega árs samband.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira