
Hugleiðingar um virði vinnunnar
Orsakir atvinnuleysis
Í grunninn eru orsakir atvinnuleysis af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða eðlilegt eða náttúrulegt atvinnuleysi sem ekki er hægt að losna við, jafnvel þótt aðstæður efnahagslífsins séu með besta móti. Þetta atvinnuleysi stafar af því að hluti fólks skiptir um vinnu og það er atvinnulaust meðan það finnur nýjan vinnustað og því að hluti vinnuaflsins hefur ekki menntun eða aðra hæfni til að þiggja þau störf sem eru í boði. Einnig hefur bóta- og skattkerfi áhrif á atvinnuleysi og á skilvirkni atvinnuleitar. Árstíðabundið atvinnuleysi þekkist vel hér á landi en því hefur m.a. verið mætt með því að nýta skólafólk til starfa á sumrin þegar mikil vinna er í ýmsum þjónustugreinum. Jafnvel nokkur prósent vinnuaflsins geta verið án vinnu vegna grunn- og árstíðabundins atvinnuleysis. Stjórnvöld geta dregið úr atvinnuleysi af þessum toga með menntastefnu sem miðast við þarfir atvinnulífsins. Hin orsök atvinnuleysis leiðir beint af efnahagsástandi á hverjum tíma líkt og verið hefur frá hruni. Stjórnvöld geta dregið úr því með margvíslegum innspýtingaraðgerðum. Á þessu sviði hafa íslensk stjórnvöld (bæði ríki og sveitarfélög) nær alla tíð staðið einkar illa að verki. Þau hafa nýtt uppsveiflur til enn meiri innspýtingar og magnað upp verðbólguna. Í niðursveiflum hafa þau kippt að sér höndum og aukið á atvinnuleysisvandann.
Verðbólgustefnan
Íslendingar hafa lengstum valið þá leið að halda atvinnuleysi lágu sem hefur leitt af sér mikla verðbólgu. Allur góður rekstur krefst þess að menn geri áætlanir um tekjur og gjöld og geti brugðist við ágjöf eða meðgjöf með góðum fyrirvara. Þegar verðbólga ríkir í hagkerfi er óhjákvæmilegt að gengi gjaldmiðils þess hagkerfis falli, nema menn vilji og geti safnað skuldum. Gengisfallið leiðir svo til enn meiri verðbólgu og hagkerfið kemst í vítahring sem við Íslendingar þekkjum vel. Áætlanagerð verður marklaus og rekstur fyrirtækja erfiður. Sú spurning vaknar hvort þessi leið Íslendinga sé sú besta fyrir þjóðina. Er e.t.v. betra að sætta sig við lítils háttar atvinnuleysi en að hleypa verðbólgu á skrið? Það er óyggjandi að slík stefna myndi skila þjóðinni betri kjörum en verðbólgustefnan þegar til lengdar lætur.
Hægt er að líta á atvinnu sem hverja aðra vöru á markaði. Vörur á markaði sem ofgnótt er af missa virði sitt og virðing fyrir þeim þverr. Færa má rök fyrir því að slík hafi orðið raunin um atvinnu á Íslandi. Hér á landi skipta menn oft um vinnustað, vinna mikla yfirvinnu og eru löngum stundum frá heimilum sínum vegna vinnunnar. Vinnuveitendur bera einnig sína ábyrgð, þeir ráða misjafnlega hæft fólk til starfa og láta vinna mikla eftirvinnu til þess að ná markmiðum vinnunnar. Smám saman verður hinn langi vinnudagur að lensku og framleiðni á hverja vinnustund verður lítil. Þetta skilar sér í lægri þjóðartekjum á mann og mun lengri vinnudegi en í nágrannalöndunum. Íslendingar vinna 10-15% fleiri vinnustundir en aðrir Norðurlandabúar en hafa samt umtalsvert lægri landsframleiðslu á mann. Þegar horft er á landsframleiðslu á hverja unna vinnustund erum við fyrir neðan meðaltal OECD-landa og talsvert langt frá meðaltali landa sem mynda evrusvæðið. Þau lönd Evrusvæðisins sem glíma við hvað mestan vanda, eins og Ítalía, Spánn og Írland, eru öll fyrir ofan okkur. Við bætum okkur upp litla framleiðni með löngum vinnudegi og höfum þannig náð að halda góðum efnislegum kjörum.
Mikilvægi nýsköpunar
Tæknibreytingar hafa leitt til þess að vélar leysa mannshöndina af hólmi við ýmis störf. Þetta veldur atvinnuleysi en einnig stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Vélvæðingin leiðir til aukins hagnaðar þeirra sem eiga vélarnar, hagnaðar sem getur skapað atvinnu á öðrum sviðum þjóðfélagsins, t.d. á sviðum þjónustu og menningar. Þannig skapast ný störf sem koma í stað þeirra sem hurfu vegna nýrrar tækni. Þetta skilar umræðunni að mikilvægi nýsköpunar. Nýsköpun á sem flestum sviðum er lykilatriði til að vinna bug á atvinnuleysi sem verður til vegna nýrrar tækni. Á Íslandi er unnið gott nýsköpunarstarf á menningarsviðinu sem halda verður áfram og efla en jafnframt verður að huga að undirstöðunum sem eru menntun og nýsköpun í tækni og framleiðslu. Þannig er hægt að halda uppi góðu atvinnustigi en búa samt við lága verðbólgu.
Skoðun

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar