Hljómsveitin Megakukl, sem sérhæfir sig í að herma eftir Megasi, fer í viku tónleikaferðalag til Virginíu í Bandaríkjunum í október.
„Við munum koma fram á kántríhátíðum þar vestra en þær eru tengdar uppskeruhátíð graskersbænda,“ segir Elfar Logi Hannesson, söngvari hljómsveitarinnar.
Þegar spurt er hvernig hann telji að verkum Megasar verði tekið þar ytra segir hann: „Það er nú spurning, kannski verður frumeintakið að fara þangað á eftir og sýna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að gera þetta,“ segir Elfar Logi.
Hljómsveitin hefur starfað í rúman áratug og syngur eingöngu lög eftir Megas.
- jse

