Hvers vegna Húsafriðunarnefnd hætti við að friða Nasa-salinn Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd hefur algerlega skipt um skoðun á því hvort friða beri Nasa-salinn – og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi sinnaskipti. Árið 2008 samþykkti Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra að friða gamla kvennaskólann við Austurvöll (græna húsið sem er inngangurinn á Nasa) – og innréttingarnar í Nasa. Ekki kom á óvart að nefndin legði þetta til; að varðveita gamalt hús með sögu sem stendur við Austurvöll – og innréttingar helsta samkomuhúss Reykvíkinga um áratuga skeið, sem auk þess eru vönduð og söguleg íslensk hönnun sem ekki á sinn líka. Tilefnið var að Pétur Þór Sigurðsson, eigandi hússins sem jafnframt á nærliggjandi hús og lóðir og hafði í hyggju að setja upp risahótel milli Austurvallar, Fógetagarðsins og Ingólfstorgs og Húsafriðunarnefnd, óttaðist að gamli Kvennaskólinn og Nasa salurinn yrðu rifin. Pétur reis upp til mótmæla gegn þessum áformum nefndarinnar og lét bæði arkitektastofu og lögfræðistofu senda Húsafriðunarnefnd bréf til að mótmæla því að nefndin legði til friðun innréttinganna í Nasa. Jafnframt bauð hann nefndinni á sinn fund til að skoða aðstæður og reyna að fá hana á sitt band. En Húsafriðunarnefnd átti eðlilega ekki auðvelt með að snúa við blaðinu jafnvel þótt hún hefði viljað láta undan þrýstingnum. Þá gerist það, að undirlagi Péturs Þórs, að borgaryfirvöld kynna tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum og nú er gert ráð fyrir að endurbyggja Nasa-salinn í sömu mynd inni í nýbyggingunni. Þessi tillaga dugði Húsafriðunarnefnd til að þvo hendur sínar af málinu og haustið 2008 gerir nefndin eftirfarandi samþykkt: „Húsafriðunarnefnd fagnar þeim skilmálum í deiliskipulagstillögunni að salurinn sem nú hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli endurbyggður í sömu mynd og hann er nú og að leitast skuli við að endurnýta sem mest af núverandi innréttingum salarins, „til að móta andrúmsloft núverandi salar" eins og segir í skilmálum." Í framhaldinu samþykkir Húsafriðunarnefnd að leggja til við ráðherra friðun Kvennaskólahússins, framhússins – en Nasa-salurinn sat eftir. Skipulagstillagan sem Húsafriðunarnefnd fagnaði vegna þess að hún gerði ráð fyrir endurbyggingu Nasa-salarins í sömu mynd var hins vegar aldrei samþykkt – en Pétri Þór hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir að Húsafriðunarnefnd friðaði innréttingarnar í Nasa. Næst tekur Húsafriðunarnefnd Nasa-salinn til umfjöllunar nú í sumar þegar fjallað er um tillöguna sem varð ofan á í samkeppni um hönnun hótelsins – og nú hefur orðið alger viðsnúningur á afstöðu nefndarinnar til Nasa-salarins því í bókun meirihluta nefndarinnar segir: „Það er ekki talið að umræddur salur geti í núverandi mynd talist til þjóðminja og því sé ekki tilefni til þess að gerðar verði tillögur um friðun hans." Hvernig má það vera að Húsafriðunarnefnd snúi svo algerlega við blaðinu að hún telji nú enga ástæðu til að friða salinn sem hún vildi að eigin frumkvæði friða fjórum árum fyrr? Tæplega hafa hinar faglegu forsendur breyst; salurinn er eftir sem áður einstakur að hönnun og útliti auk þess að vera merkilegur frá sögulegu sjónarmiði. Hefur þrýstingur lóðahafans skilað þessum viðsnúningi? Ekki er annað að sjá. Fyrir utan þann þrýsting sem hann beitti nefndina beint og áður er lýst fann hann upp á því snjallræði að fá Reykjavíkurborg til þess að fara með sér í samkeppni um skipulag á lóðum sínum á svæðinu með það að markmiði að koma þar fyrir fyrirhuguðu hóteli. Pétur Þór kostaði keppnina að hluta og sat sjálfur í valnefndinni ásamt fulltrúum borgarinnar. Klókindin í þessu fyrirkomulagi eru að í stað þess að borgaryfirvöld horfi á tillögur lóðahafa út frá hagsmunum borgarbúa hafa þau nú sameinast lóðahafanum um „verðlaunatillöguna". Að kynna hana og selja. Þetta bandalag lóðahafans og borgaryfirvalda kann að hafa ráðið úrslitum um að Húsafriðunarnefnd kúventi í afstöðu sinni til Nasa-salarins. „Verðlaunatillagan" sem nefndin útnefndi hafði nú þá stöðu að vera komin frá pólitískum valdhöfum skipulagsmála í Reykjavík en ekki einstökum lóðahafa. Ekki hefur það spillt fyrir því að þessi niðurstaða fengist að einn nefndarmaður af þeim fjórum sem stóðu að bókuninni er tengdur skipulagsyfirvöldum hagsmunaböndum en hann er undirmaður skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar – sem einmitt kom á umræddan fund Húsafriðunarnefndar til að kynna tillögurnar fyrir nefndinni! Hæfi annars nefndarmanns til að fjalla um tillöguna er einnig mjög vafasamt því hann var ráðgjafi nefndarinnar sem valdi „verðlaunatillöguna". Svona gerast kaupin í borginni. Á móti þessum áformum um niðurrif Nasa-salarins og byggingu risahótels í hjarta Reykjavíkur stendur almenningur og safnar undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég hvet ykkur til að skrifa undir nú þegar til að hindra að Nasa-salurinn verði eyðilagður. Húsafriðunarnefnd mun ekki leggja þar lið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun