Eitt ráðuneyti fyrir allar atvinnugreinar Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 1. september 2012 06:00 Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun