
Hryggð yfir alþingishúsinu
Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.
Víggirðing
Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.
Egg og tómatar
Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum.
Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu.
Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri.
Skoðun

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar