

Berjum ekki höfðinu við steininn
Aukið veiðigjald, sem sjálfstæðismenn börðust á móti fyrr á þessu ári, gerir okkur mögulegt að nærfellt tvöfalda framlög til rannsókna og tækniþróunar auk þess að skila 400 milljónum í sóknaráætlanir landshluta. Það er lyftistöng fyrir landsbyggðina ásamt þeim samgöngubótum sem fjármagnaðar verða af veiðileyfagjaldi og flýta bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum um 2 til 3 ár. Það væri fróðlegt að heyra hvort þessi framfararmál verða slegin af með afnámi veiðigjaldsins komist sjálfstæðismenn til valda.
Klifað er á því að samtímis litlum fjárfestingum sé skattheimtan sligandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. En tölurnar tala hins vegar sínu máli. Þær sýna lækkandi skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu. Árin 2005 og 2006, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sogaði ríkið til sín nærri þriðjung landsframleiðslunnar í formi gjalda og skatta eða 31,5%. Á þessu ári eru skatttekjurnar áætlaðar 27,3% af landsframleiðslu og verða jafnvel ívið lægri á því næsta ef áætlanir standast. Reyndin er einnig sú að á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fjárfesting 19,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.
Minna atvinnuleysi en víðast hvar
Fá lönd innan OECD búa nú við minna atvinnuleysi en Ísland og ekkert land hefur náð að minnka atvinnuleysið eins hratt og mikið á liðnum árum og Ísland. Á þessu ári hefur fjöldi nýrra starfa orðið til og ekkert bendir til annars en að framhald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut.
Þótt störf tapist árstíðabundið er óhjákvæmilegt að horfa til þess að það sem af er þessu ári hefur atvinnuleysið verið um 1,5 prósentustigum lægra en það var á sama tímabili í fyrra. Atvinnuleysi mælist hér 4,8%. Að jafnaði er það um 8% í OECD-löndunum.
Þá hefur einnig náðst mikill árangur með vinnumarkaðsaðgerðum. Ég nefni hér átaksverkefnið „nám er vinnandi vegur“, en með því hefur nær 1.000 atvinnuleitendum verið tryggt námsúrræði. Átakið „vinnandi vegur“ beinst að langtímaatvinnulausum. Alls hafa 1.400 atvinnuleitendur fengið vinnu í nafni þessa átaks.
Bætt menntun er góð
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa einnig reynt að finna haldreipi í minnkandi atvinnuþátttöku í landinu. Það er það hlutfall heildarfjölda manna á vinnualdri sem hefur vinnu eða leitar vinnu. Gögn Hagstofunnar sýna að atvinnuþátttakan er nokkru lægri nú en fyrir ári. Þá var hún 80,3% en er nú 79,4%. Sveiflan er ekki mikil og enn minni ef borin eru saman lengri tímabil. Sérfræðingar Íslandsbanka segja um þetta í Morgunkorni 19. september: „Ýmsar skýringar geta verið á þessu, og þurfa ekki allar að vera áhyggjuefni. Ef námsmönnum hefur til að mynda fjölgað getur það skilað sér í betur menntuðu vinnuafli síðar meir. Ef hins vegar einstaklingum utan vinnumarkaðar fer fjölgandi vegna þess að þeir gefast upp á atvinnuleit eða verða óvinnufærir er það vissulega neikvæð þróun. Verður forvitnilegt að fylgjast með frekari upplýsingum frá vinnumarkaði sem geta skýrt þessa mynd.“
Um þetta er sem sagt ekkert hægt að fullyrða líkt og gert hefur verið úr herbúðum stjórnarandstæðinga. En svo mikið er víst að ríkisstjórnin hefur sannarlega leitast við að bjóða upp á námstækifæri samfara þrengingum á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins. Það eitt skilar betur menntuðu vinnuafli.
Ég á þá ósk að menn hegði málflutningi sínum í samræmi við staðreyndir. Þær gefa alls ekki tilefni til neyðarópa. Þvert á móti vekja þær vonir um bjartari tíð og meiri stöðugleika. Enda sýnir fjölþjóðleg athugun að nánast hvergi er sú skoðun jafn útbreidd og á Íslandi að landið sé á réttri leið.
Skoðun

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar