Berjum ekki höfðinu við steininn Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Það er ánægjulegt að fylgjast með því hversu verkalýðssinnaðir sjálfstæðismenn eru orðnir þegar þeir mega vera að því að líta upp úr frjálshyggjufræðum sínum. En það er einhvern veginn eins og eitt horn rekist sífellt á annað í málflutningi þeirra. Í nafni atvinnurekenda krefjast þeir fjárfestinga og framkvæmda fyrir almannafé sem er mjög af skornum skammti og yrði enn minna ef heitstrengingar þeirra um að afnema veiðigjald og lækka skatta eignafólks og fyrirtækja yrðu að veruleika. Er ekki sérkennilegt að biðja ríkisvaldið í sífellu um fjárfestingar og framkvæmdir fremur en að beina sjónum að fjárfestingum á almennum markaði? Aukið veiðigjald, sem sjálfstæðismenn börðust á móti fyrr á þessu ári, gerir okkur mögulegt að nærfellt tvöfalda framlög til rannsókna og tækniþróunar auk þess að skila 400 milljónum í sóknaráætlanir landshluta. Það er lyftistöng fyrir landsbyggðina ásamt þeim samgöngubótum sem fjármagnaðar verða af veiðileyfagjaldi og flýta bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum um 2 til 3 ár. Það væri fróðlegt að heyra hvort þessi framfararmál verða slegin af með afnámi veiðigjaldsins komist sjálfstæðismenn til valda. Klifað er á því að samtímis litlum fjárfestingum sé skattheimtan sligandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. En tölurnar tala hins vegar sínu máli. Þær sýna lækkandi skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu. Árin 2005 og 2006, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sogaði ríkið til sín nærri þriðjung landsframleiðslunnar í formi gjalda og skatta eða 31,5%. Á þessu ári eru skatttekjurnar áætlaðar 27,3% af landsframleiðslu og verða jafnvel ívið lægri á því næsta ef áætlanir standast. Reyndin er einnig sú að á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fjárfesting 19,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.Minna atvinnuleysi en víðast hvar Fá lönd innan OECD búa nú við minna atvinnuleysi en Ísland og ekkert land hefur náð að minnka atvinnuleysið eins hratt og mikið á liðnum árum og Ísland. Á þessu ári hefur fjöldi nýrra starfa orðið til og ekkert bendir til annars en að framhald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut. Þótt störf tapist árstíðabundið er óhjákvæmilegt að horfa til þess að það sem af er þessu ári hefur atvinnuleysið verið um 1,5 prósentustigum lægra en það var á sama tímabili í fyrra. Atvinnuleysi mælist hér 4,8%. Að jafnaði er það um 8% í OECD-löndunum. Þá hefur einnig náðst mikill árangur með vinnumarkaðsaðgerðum. Ég nefni hér átaksverkefnið „nám er vinnandi vegur“, en með því hefur nær 1.000 atvinnuleitendum verið tryggt námsúrræði. Átakið „vinnandi vegur“ beinst að langtímaatvinnulausum. Alls hafa 1.400 atvinnuleitendur fengið vinnu í nafni þessa átaks.Bætt menntun er góð Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa einnig reynt að finna haldreipi í minnkandi atvinnuþátttöku í landinu. Það er það hlutfall heildarfjölda manna á vinnualdri sem hefur vinnu eða leitar vinnu. Gögn Hagstofunnar sýna að atvinnuþátttakan er nokkru lægri nú en fyrir ári. Þá var hún 80,3% en er nú 79,4%. Sveiflan er ekki mikil og enn minni ef borin eru saman lengri tímabil. Sérfræðingar Íslandsbanka segja um þetta í Morgunkorni 19. september: „Ýmsar skýringar geta verið á þessu, og þurfa ekki allar að vera áhyggjuefni. Ef námsmönnum hefur til að mynda fjölgað getur það skilað sér í betur menntuðu vinnuafli síðar meir. Ef hins vegar einstaklingum utan vinnumarkaðar fer fjölgandi vegna þess að þeir gefast upp á atvinnuleit eða verða óvinnufærir er það vissulega neikvæð þróun. Verður forvitnilegt að fylgjast með frekari upplýsingum frá vinnumarkaði sem geta skýrt þessa mynd.“ Um þetta er sem sagt ekkert hægt að fullyrða líkt og gert hefur verið úr herbúðum stjórnarandstæðinga. En svo mikið er víst að ríkisstjórnin hefur sannarlega leitast við að bjóða upp á námstækifæri samfara þrengingum á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins. Það eitt skilar betur menntuðu vinnuafli. Ég á þá ósk að menn hegði málflutningi sínum í samræmi við staðreyndir. Þær gefa alls ekki tilefni til neyðarópa. Þvert á móti vekja þær vonir um bjartari tíð og meiri stöðugleika. Enda sýnir fjölþjóðleg athugun að nánast hvergi er sú skoðun jafn útbreidd og á Íslandi að landið sé á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að fylgjast með því hversu verkalýðssinnaðir sjálfstæðismenn eru orðnir þegar þeir mega vera að því að líta upp úr frjálshyggjufræðum sínum. En það er einhvern veginn eins og eitt horn rekist sífellt á annað í málflutningi þeirra. Í nafni atvinnurekenda krefjast þeir fjárfestinga og framkvæmda fyrir almannafé sem er mjög af skornum skammti og yrði enn minna ef heitstrengingar þeirra um að afnema veiðigjald og lækka skatta eignafólks og fyrirtækja yrðu að veruleika. Er ekki sérkennilegt að biðja ríkisvaldið í sífellu um fjárfestingar og framkvæmdir fremur en að beina sjónum að fjárfestingum á almennum markaði? Aukið veiðigjald, sem sjálfstæðismenn börðust á móti fyrr á þessu ári, gerir okkur mögulegt að nærfellt tvöfalda framlög til rannsókna og tækniþróunar auk þess að skila 400 milljónum í sóknaráætlanir landshluta. Það er lyftistöng fyrir landsbyggðina ásamt þeim samgöngubótum sem fjármagnaðar verða af veiðileyfagjaldi og flýta bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum um 2 til 3 ár. Það væri fróðlegt að heyra hvort þessi framfararmál verða slegin af með afnámi veiðigjaldsins komist sjálfstæðismenn til valda. Klifað er á því að samtímis litlum fjárfestingum sé skattheimtan sligandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. En tölurnar tala hins vegar sínu máli. Þær sýna lækkandi skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu. Árin 2005 og 2006, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sogaði ríkið til sín nærri þriðjung landsframleiðslunnar í formi gjalda og skatta eða 31,5%. Á þessu ári eru skatttekjurnar áætlaðar 27,3% af landsframleiðslu og verða jafnvel ívið lægri á því næsta ef áætlanir standast. Reyndin er einnig sú að á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fjárfesting 19,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.Minna atvinnuleysi en víðast hvar Fá lönd innan OECD búa nú við minna atvinnuleysi en Ísland og ekkert land hefur náð að minnka atvinnuleysið eins hratt og mikið á liðnum árum og Ísland. Á þessu ári hefur fjöldi nýrra starfa orðið til og ekkert bendir til annars en að framhald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut. Þótt störf tapist árstíðabundið er óhjákvæmilegt að horfa til þess að það sem af er þessu ári hefur atvinnuleysið verið um 1,5 prósentustigum lægra en það var á sama tímabili í fyrra. Atvinnuleysi mælist hér 4,8%. Að jafnaði er það um 8% í OECD-löndunum. Þá hefur einnig náðst mikill árangur með vinnumarkaðsaðgerðum. Ég nefni hér átaksverkefnið „nám er vinnandi vegur“, en með því hefur nær 1.000 atvinnuleitendum verið tryggt námsúrræði. Átakið „vinnandi vegur“ beinst að langtímaatvinnulausum. Alls hafa 1.400 atvinnuleitendur fengið vinnu í nafni þessa átaks.Bætt menntun er góð Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa einnig reynt að finna haldreipi í minnkandi atvinnuþátttöku í landinu. Það er það hlutfall heildarfjölda manna á vinnualdri sem hefur vinnu eða leitar vinnu. Gögn Hagstofunnar sýna að atvinnuþátttakan er nokkru lægri nú en fyrir ári. Þá var hún 80,3% en er nú 79,4%. Sveiflan er ekki mikil og enn minni ef borin eru saman lengri tímabil. Sérfræðingar Íslandsbanka segja um þetta í Morgunkorni 19. september: „Ýmsar skýringar geta verið á þessu, og þurfa ekki allar að vera áhyggjuefni. Ef námsmönnum hefur til að mynda fjölgað getur það skilað sér í betur menntuðu vinnuafli síðar meir. Ef hins vegar einstaklingum utan vinnumarkaðar fer fjölgandi vegna þess að þeir gefast upp á atvinnuleit eða verða óvinnufærir er það vissulega neikvæð þróun. Verður forvitnilegt að fylgjast með frekari upplýsingum frá vinnumarkaði sem geta skýrt þessa mynd.“ Um þetta er sem sagt ekkert hægt að fullyrða líkt og gert hefur verið úr herbúðum stjórnarandstæðinga. En svo mikið er víst að ríkisstjórnin hefur sannarlega leitast við að bjóða upp á námstækifæri samfara þrengingum á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins. Það eitt skilar betur menntuðu vinnuafli. Ég á þá ósk að menn hegði málflutningi sínum í samræmi við staðreyndir. Þær gefa alls ekki tilefni til neyðarópa. Þvert á móti vekja þær vonir um bjartari tíð og meiri stöðugleika. Enda sýnir fjölþjóðleg athugun að nánast hvergi er sú skoðun jafn útbreidd og á Íslandi að landið sé á réttri leið.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun