Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun Þórarinn Guðjónsson skrifar 25. september 2012 06:00 Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun