Leitum ekki að lægsta samnefnaranum Páll Gunnar Pálsson skrifar 6. október 2012 06:00 Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Samkeppnismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun