Leifur og jakkafötin Sigríður Andersen skrifar 9. október 2012 06:00 Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar