Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 07:00 Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki Alfreðs sem innsiglaði sigurinn á Noregi. Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira