Við ætlum ekki að leggjast í vörn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2012 08:00 Fanndís Friðriksdóttir leikur listir sínar á æfingu landsliðsins í Egilshöll í vikunni. Rakel Hönnudóttir er henni við hlið, við öllu búin. Mynd/Anton Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira