Siðmennt en ekki Kárahnjúkar 25. október 2012 06:00 Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal. Í því sambandi eru síðan nefnd mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu Símans, bankanna og grunnvatnsins, hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu varð þrautalendingin stundum sú að reyna að skjóta málum á frest og skapa þannig ráðrúm til almennrar umræðu í þjóðfélaginu, mætti hún verða til að koma í veg fyrir hið óumflýjanlega í atkvæðagreiðslu á Alþingi, þar sem úrslitin réðust oftar en ekki af flokksaga. Málþóf og tafir er vissulega umdeilanleg baráttuaðferð og eftir því sem þingmenn verða sjálfstæðari í skoðunum og vinnubrögðum mun hún án efa úreldast. Vonandi. En nú hefur komið vel á vondan því nú hendir það mig eins og forvera mína á ráðherrastóli að mál sem ég hef lagt fram komast ekki til endanlegrar afgreiðslu. Eitt slíkt mál er frumvarp um lífsskoðunarfélög, lagaheimild til að virða tilverurétt félags á borð við Siðmennt, til jafns við trúfélög. Andstæðingar þessa frumvarps hafa hingað til komið í veg fyrir að það komi til atkvæðagreiðslu. Viðurkenning á lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt gengur ekki á rétt nokkurs manns til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Um er að ræða að jafna stöðu fólks sem kýs sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Mér hefur þótt það bera vott um víðsýni ýmissa leiðandi aðila innan Þjóðkirkjunnar að styðja þetta frumvarp og þar með viðurkenningu á Siðmennt og því góða starfi sem þar er unnið. Ætli menn að koma í veg fyrir að lífsskoðunarfélög geti öðlast viðurkenningu til jafns við trúfélög þá verða hinir sömu að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni og þeim hagsmunum sem eru í húfi. Siðmennt er hvorki Kárahnjúkar né bankaeinkavæðing. Siðmennt hefur uppskorið almenna viðurkenningu og virðingu. Jákvæð afstaða til uppbyggilegra lífsskoðunarfélaga ætti að eiga hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkum. Á það þarf að láta reyna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal. Í því sambandi eru síðan nefnd mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu Símans, bankanna og grunnvatnsins, hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu varð þrautalendingin stundum sú að reyna að skjóta málum á frest og skapa þannig ráðrúm til almennrar umræðu í þjóðfélaginu, mætti hún verða til að koma í veg fyrir hið óumflýjanlega í atkvæðagreiðslu á Alþingi, þar sem úrslitin réðust oftar en ekki af flokksaga. Málþóf og tafir er vissulega umdeilanleg baráttuaðferð og eftir því sem þingmenn verða sjálfstæðari í skoðunum og vinnubrögðum mun hún án efa úreldast. Vonandi. En nú hefur komið vel á vondan því nú hendir það mig eins og forvera mína á ráðherrastóli að mál sem ég hef lagt fram komast ekki til endanlegrar afgreiðslu. Eitt slíkt mál er frumvarp um lífsskoðunarfélög, lagaheimild til að virða tilverurétt félags á borð við Siðmennt, til jafns við trúfélög. Andstæðingar þessa frumvarps hafa hingað til komið í veg fyrir að það komi til atkvæðagreiðslu. Viðurkenning á lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt gengur ekki á rétt nokkurs manns til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Um er að ræða að jafna stöðu fólks sem kýs sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Mér hefur þótt það bera vott um víðsýni ýmissa leiðandi aðila innan Þjóðkirkjunnar að styðja þetta frumvarp og þar með viðurkenningu á Siðmennt og því góða starfi sem þar er unnið. Ætli menn að koma í veg fyrir að lífsskoðunarfélög geti öðlast viðurkenningu til jafns við trúfélög þá verða hinir sömu að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni og þeim hagsmunum sem eru í húfi. Siðmennt er hvorki Kárahnjúkar né bankaeinkavæðing. Siðmennt hefur uppskorið almenna viðurkenningu og virðingu. Jákvæð afstaða til uppbyggilegra lífsskoðunarfélaga ætti að eiga hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkum. Á það þarf að láta reyna á Alþingi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun