Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku 25. október 2012 06:00 Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun