Óvissuferð heldur áfram Skúli Magnússon skrifar 25. október 2012 06:00 Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun