Af hverju er MORFÍs ekki sjónvarpað? Jórunn Þorsteinsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun