Skoðun

Naglar óþarfir í Reykjavík

Ólafur Bjarnason skrifar
Enn einu sinni stígur framkvæmdastjóri FÍB fram og rómar ágæti nagladekkja og kennir lélegu malbiki um slit á götum borgarinnar. Það er staðreynd að hér eru stærri og þyngri bílar en almennt gerist í borgum sem við berum okkur saman við. Þung og hröð umferð slíkra bíla spænir upp hvaða malbik sem er. Stærri hluti skattfjár fer í endurnýjun á malbiki en þörf er á. Þýskaland hefur fyrir löngu bannað notkun nagladekkja vegna slits á vegum og götum og er þar malbik ekki af verri endanum.

Sem betur fer hefur í Reykjavík á síðasta áratug náðst verulegur árangur í fækkun bíla á negldum dekkjum á sama tíma og umferðarslysum hefur einnig fækkað. Ekki er þörf á því að aka á negldum dekkjum í borginni, en mikilvægt að vera á góðum dekkjum og aka eftir aðstæðum hverju sinni. Á höfuðborgarsvæðinu hafa strætisvagnar verið á ónegldum dekkjum um langt árabil án vandræða.

Það er ekki raunhæft að banna nagladekk í Reykjavík. Fyrir þá sem aka reglubundið um fáfarna vegi og fjallvegi að vetrarlagi geta góð nagladekk aukið öryggi.

Allra síðustu ár hafa um 35% bíla í borginni verið á nagladekkjum að vetrarlagi. Markmið er að ná því niður í 20%. Fyrirmyndir eru sambærilegar borgir í Noregi.




Skoðun

Sjá meira


×