Jólagjafir í skókössum handa þúsundum úkraínskra barna 8. nóvember 2012 12:41 Salvar Geir hefur þrisvar sinnum farið til Úkraínu með skókassa. Hann segir það átakanlegt en jafnframt ómetanlegt. mynd/einkasafn „Við heimsækjum munaðarleysingjahæli og börn sem búa við bág kjör. Fyrir flest börnin sem við gefum skókassa er þetta eina jólagjöfin sem þau fá," segir Salvar Geir Guðgeirsson, einn forsprakka verkefnisins Jól í skókassa sem lýkur á laugardaginn. Á mörgum heimilum er það orðið hluti af jólaundirbúningnum að taka þátt í verkefninu, sem er nú haldið í níunda sinn og er alþjóðlegt samstarfsverkefni á milli hóps innan KFUM og KFUK á Íslandi og í Úkraínu. Hver sem hefur áhuga á getur tekið þátt með því að útbúa jólagjöf í skókassa og skila inn. Allir kassarnir eru síðan fluttir til Úkraínu, þar sem bágstöddum eru gefnir þeir að gjöf. „Þetta snýst um að minnast þeirra sem minna mega sín og hvað margt smátt getur virkilega gert eitt stórt," segir Salvar Geir. Verkefnið er allt unnið í sjálfboðavinnu og hefur vaxið gríðarlega á síðustu níu árum. „Þetta byrjaði árið 2004 sem krúttlegt innanhúsverkefni hjá hópi innan KFUM og KFUK. Þá söfnuðum við 500 kössum og fannst það frábært. Verkefnið spurðist hratt út og árið eftir voru kassarnir orðnir fimm sinnum fleiri, um 2.500. Árið 2006 vorum við svo með um 5.000 kassa og sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðan," segir Salvar Geir. Hópur sjálfboðaliða vinnur svo að því að yfirfara alla kassa sem berast. „Við viljum passa upp á að allir kassarnir innihaldi það sem þeir eiga að innihalda og séu svipaðir að gæðum. Það þarf líka að passa upp á að þeir innihaldi ekkert sem þeir ekki mega innihalda eins og vökva, stríðsleikföng eða spil," segir Salvar Geir. Spil eru til að mynda tengd fjárhættuspilum í Úkraínu, sem eru ólögleg og mikið vandamál þar í landi. Jóladagur á svæðinu þar sem kössunum er dreift er 7. janúar og fer afhending fram í kringum þann dag. Árlega fylgja einstaklingar úr undirbúningshópnum kössunum utan og hjálpa til við útdeilinguna. Salvar Geir hefur farið í þrígang og segir upplifunina mikla. „Það er átakanlegt að sjá með eigin augum hvað lífskjörin eru miklu lakari þarna en við erum vön. Jafnframt er ómetanlegt að fá að afhenda kassana persónulega og upplifa gleði barnanna við að fá þá í hendur og opna þá," segir hann. Allir sem hafa áhuga á geta tekið þátt og það er mjög einfalt að vera með:1.Finndu skókassa og pakkaðu honum inn. Mikilvægt er að lokinu sé pakkað inn sér því það verður að vera hægt að opna kassann.2.Ákveddu kyn og aldursflokk þess sem þú vilt gefa gjöfina.3.Settu gjöfina í kassann. Það er miðað við að kassinn innihaldi að minnsta kosti einn hlut úr fimm flokkum sem gefnir eru upp og óskað er eftir að 500 til 800 krónur fylgi með hverjum kassa fyrir sendingarkostnaði. Flokkarnir fimm eru:Fatnaður.Til dæmis húfur, sokkar, vettlingar.Ritföng.Til dæmis skrifblokkir, pennar, litir.Leikföng.Til dæmis bangsar, bílar, boltar.Sælgæti.Til dæmis brjóstsykur, sleikjó, karamellur.Hreinlætisvörur.Mælst er til að tannbursti og tannkrem sé í öllum kössum. Sápustykki og þvottapoki er líka sniðugt. 4.Lokaðu kassanum og skilaðu honum inn. Hægt er að skila honum inn víðs vegar um landið en aðalskilastaður í Reykjavík er í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. Lokadagur til að skila inn kössum er næstkomandi laugardagur, 10. nóvember. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Skokassar.net. Jólafréttir Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
„Við heimsækjum munaðarleysingjahæli og börn sem búa við bág kjör. Fyrir flest börnin sem við gefum skókassa er þetta eina jólagjöfin sem þau fá," segir Salvar Geir Guðgeirsson, einn forsprakka verkefnisins Jól í skókassa sem lýkur á laugardaginn. Á mörgum heimilum er það orðið hluti af jólaundirbúningnum að taka þátt í verkefninu, sem er nú haldið í níunda sinn og er alþjóðlegt samstarfsverkefni á milli hóps innan KFUM og KFUK á Íslandi og í Úkraínu. Hver sem hefur áhuga á getur tekið þátt með því að útbúa jólagjöf í skókassa og skila inn. Allir kassarnir eru síðan fluttir til Úkraínu, þar sem bágstöddum eru gefnir þeir að gjöf. „Þetta snýst um að minnast þeirra sem minna mega sín og hvað margt smátt getur virkilega gert eitt stórt," segir Salvar Geir. Verkefnið er allt unnið í sjálfboðavinnu og hefur vaxið gríðarlega á síðustu níu árum. „Þetta byrjaði árið 2004 sem krúttlegt innanhúsverkefni hjá hópi innan KFUM og KFUK. Þá söfnuðum við 500 kössum og fannst það frábært. Verkefnið spurðist hratt út og árið eftir voru kassarnir orðnir fimm sinnum fleiri, um 2.500. Árið 2006 vorum við svo með um 5.000 kassa og sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðan," segir Salvar Geir. Hópur sjálfboðaliða vinnur svo að því að yfirfara alla kassa sem berast. „Við viljum passa upp á að allir kassarnir innihaldi það sem þeir eiga að innihalda og séu svipaðir að gæðum. Það þarf líka að passa upp á að þeir innihaldi ekkert sem þeir ekki mega innihalda eins og vökva, stríðsleikföng eða spil," segir Salvar Geir. Spil eru til að mynda tengd fjárhættuspilum í Úkraínu, sem eru ólögleg og mikið vandamál þar í landi. Jóladagur á svæðinu þar sem kössunum er dreift er 7. janúar og fer afhending fram í kringum þann dag. Árlega fylgja einstaklingar úr undirbúningshópnum kössunum utan og hjálpa til við útdeilinguna. Salvar Geir hefur farið í þrígang og segir upplifunina mikla. „Það er átakanlegt að sjá með eigin augum hvað lífskjörin eru miklu lakari þarna en við erum vön. Jafnframt er ómetanlegt að fá að afhenda kassana persónulega og upplifa gleði barnanna við að fá þá í hendur og opna þá," segir hann. Allir sem hafa áhuga á geta tekið þátt og það er mjög einfalt að vera með:1.Finndu skókassa og pakkaðu honum inn. Mikilvægt er að lokinu sé pakkað inn sér því það verður að vera hægt að opna kassann.2.Ákveddu kyn og aldursflokk þess sem þú vilt gefa gjöfina.3.Settu gjöfina í kassann. Það er miðað við að kassinn innihaldi að minnsta kosti einn hlut úr fimm flokkum sem gefnir eru upp og óskað er eftir að 500 til 800 krónur fylgi með hverjum kassa fyrir sendingarkostnaði. Flokkarnir fimm eru:Fatnaður.Til dæmis húfur, sokkar, vettlingar.Ritföng.Til dæmis skrifblokkir, pennar, litir.Leikföng.Til dæmis bangsar, bílar, boltar.Sælgæti.Til dæmis brjóstsykur, sleikjó, karamellur.Hreinlætisvörur.Mælst er til að tannbursti og tannkrem sé í öllum kössum. Sápustykki og þvottapoki er líka sniðugt. 4.Lokaðu kassanum og skilaðu honum inn. Hægt er að skila honum inn víðs vegar um landið en aðalskilastaður í Reykjavík er í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. Lokadagur til að skila inn kössum er næstkomandi laugardagur, 10. nóvember. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Skokassar.net.
Jólafréttir Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira