
Vítamínsprauta fyrir atvinnulífið
Forystumenn stjórnarandstöðunnar höfðu allt á hornum sér þótt þeir viðurkenndu að í áætluninni væri margt ágætra verkefna og framkvæmda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars: „[Ég] gagnrýni að ekki sé tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu og að fjármögnunin sé reist á jafnveikum stoðum og ég hef hér farið yfir.“
Við sama tækifæri sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að verið væri að útdeila peningum sem ekki væru til staðar. „Á Íslandi eru aðstæður allar eða flestar hinar bestu fyrir nýja fjárfestingu nema ríkisstjórnin sem stöðugt innleiðir nýjar reglur sem halda aftur af fjárfestingu og koma í veg fyrir verðmætasköpun en eyðir þess í stað peningum sem ekki eru til.“
Nú er ljóst að á fjárlögum verða tryggðir liðlega sex milljarðar króna til framkvæmda og verkefna innan fjárfestingaráætlunarinnar og var það kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í síðustu viku. Áður var búið að tryggja 4,2 milljarða króna með sérstöku veiðigjaldi. Samtals verður því 10,3 milljörðum króna varið á næsta ári til fjárfestinga samkvæmt áætluninni í heild. Svartsýnistal stjórnarandstæðinga var því ekki á rökum reist. En þeim reynist erfitt að horfast í augu við staðreyndir og segja nú: Jú, gott og vel, en þetta er ekki nóg!
Eru það ofurskattar?
Hér er erfitt að átta sig á þankaganginum. Stjórnarandstæðingar krefjast lægri skatta og afnáms sérstaka veiðigjaldsins og að með þeim hætti verði „tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu“. Samtímis biðja þeir ríkisvaldið sífellt um meiri fjárfestingar til að örva atvinnulíf og hagvöxt eins og ég hef áður bent á.
Ég tel að það standi upp á þá sem svona tala að sýna fram á það að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, sem og í öðrum greinum, geti ekki greitt svipuð opinber gjöld og tíðkast í öðrum löndum. Veiðigjaldið sérstaka er t.d. innan við fimmtungur af framlegð útgerðarinnar á þessu ári. Einnig má benda á að samkvæmt gögnum OECD er hlutfallsleg skattlagning hagnaðar fyrirtækja ekki sérlega íþyngjandi í samanburði við önnur lönd. Ísland var í 25. sæti á síðastliðnu ári yfir skattlagningu hagnaðar fyrirtækja. Norðurlöndin öll voru þar ofar okkur á listanum auk Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Hollands og fjölda annarra landa sem við berum okkur saman við.
Hitt er hins vegar ekki síður mikilvægt hvaða stefna er tekin með fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja ára. Að slepptum fjárfestingum í samgöngumannvirkjum og byggingu nýs fangelsis, húss íslenskra fræða og annarra bygginga er aukinn stuðningur við rannsóknir og tækniþróun, grænt hagkerfi, skapandi greinar og ferðaþjónustu. Ég nefni 500 milljóna króna framlag í sérstakan grænan fjárfestingarsjóð. Ég nefni 470 milljóna króna aukið framlag í Kvikmyndasjóð. Ég nefni 250 milljóna króna framlag í verkefnasjóð skapandi greina. Ég nefni 500 milljóna króna aukið framlag til uppbyggingar ferðamannastaða og 250 milljóna króna framlag til friðlýstra svæða og uppbyggingar og verndunar slíkra staða. Allt eru þetta liðir í nýrri sókn eftir efnahagshrunið.
Leggjum atvinnulífinu lið
Fjárfestingaráætlunin styður við efnahagsbatann. Hún grundvallast á gjaldtöku af einni helstu auðlind landsmanna og arði af því fjármagni sem ríkið neyddist til að leggja fram til að endurreisa bankana. Hún getur fjölgað störfum verulega. Síðast en ekki síst má líta til þess að nái fjárfestingaráætlunin fram að ganga má gera ráð fyrir að hún skili umtalsverðum tekjum aftur í ríkissjóð eða sem nemur allt að þriðjungi þeirrar upphæðar sem upphaflega var lögð í hana.
Skoðun

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar