Sport

Rann á íshellu í fjallgöngu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Sveinn keppir ekki á EM í Frakklandi í næsta mánuði.
Anton Sveinn keppir ekki á EM í Frakklandi í næsta mánuði. Mynd/Hag
Anton Sveinn McKee mun ekki keppa á EM í 25 m laug sem fer fram í Frakklandi síðar í mánuðinum. Hann missti úr eina viku í æfingum eftir að hafa runnið til í fjallgöngu.

„Við vorum að labba niður Botnsúlur í Hvalfirðinum þegar ég rann á íshellu. Ég rann niður einhverja metra og lenti á grjóti," sagði Anton sem fékk skekkju á spjaldhrygginn við fallið.

„Það var lagað í sjúkraþjálfun en þar sem ég missti úr æfingar í eina viku taldi ég mig ekki tilbúinn fyrir EM, enda tekur tíma að komast aftur í sitt besta form. Ég dró mig því úr hópnum og verð því heima og æfi í staðinn."

Hann segist gera nokkuð af því að labba á fjöll. „Við félagarnir í bekknum höfum farið nokkrum sinum – þetta er skemmtileg útivist," segir hann en Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar. Hann er átján ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×