Handhafar framkvæmdarvalds Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun