Færum Sjálfstæðisflokkinn aftur til fólksins í landinu Jakob F. Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum. Það er lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi. En það gerist ekki nema það eigi sér stað rækileg endurnýjun á framboðslistum flokksins. Það gerist ekki nema flokkurinn bjóði upp á frambjóðendur sem njóta trausts og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Trúverðug og skýr stefna Landsstjórnin er í algerum ógöngum. Almenningur finnur það á sjálfum sér. Fólkið í þessu landi leitar að trúverðugum valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sá valkostur. Fólk vill leiðsögn. Sjálfstæðisflokkurinn á að veita þá leiðsögn. Hvernig á að leysa snjóhengjuvandann? Hvernig á að takast á við yfirgang erlendu vogunarsjóðanna? Hvernig á að bregðast við skuldavanda heimilanna og treysta í sessi séreign einstaklinga á húsnæði sínu? Hvernig á að brjótast út úr skattpíningarhlekkjum vinstri stjórnarinnar sem lama einstaklingsframtakið og drepa starfsemi smáfyrirtækja í dróma? Hvernig á að treysta stoðir sjávarútvegsins á ný? Hvernig á að hleypa nýju lífi í atvinnulífið og skapa hagvöxt sem gerir það meðal annars að verkum að fólkið sem flutti burt eftir bankahrunið snúi aftur heim til Íslands? Í öllum þessum efnum verður Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á trúverðuga og skýra stefnu. Samhliða á hann að beita sér fyrir því að gerð verði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með það fyrir augum að laga hann að þörfum 300.000 manna þjóðfélags og þar með lækka svo um munar þær byrðar sem lagðar eru á skattgreiðendur þessa lands og skapa forsendur fyrir öflugu velferðar- og menntakerfi til framtíðar. Sjaldan hefur verið ríkari þörf á því en nú að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang – treysta frelsi einstaklingsins, stuðla að frjálsu og öflugu atvinnulífi og standa vörð um sjálfstæði landsins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar