Við megum ekki gefast upp Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar