Ríkið brýtur umgengnisréttindi 23. nóvember 2012 06:00 Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga. Í minnst sex mánuði lætur ríkið umgengnisafbrot (tálmun) lögheimilisforeldra óáreitt. Ríkið gerir ekkert til að vernda börn gegn þessum afbrotum á meðan hið úrelta dagsektarúrræði er virkjað, sem tekur minnst hálft ár og oftast heilt ár hið minnsta, en tvöfalt lengur ef úrskurði sýslumanns er áfrýjað. Og allan tímann halda brotin áfram með fullu leyfi ríkisins. Sömu sögu er að segja ef umgengnisafbrotin eru síendurtekin. Ekkert í Barnalögum kemur í veg fyrir margítrekaða umgengnisréttarglæpi lögheimilisforeldra, jafnvel þótt þessi vísvitandi afbrot eigi sér stað aftur og aftur á löngu árabili. Ríkið og Barnalögin leggja þvert á móti blessun sína yfir glæpina gegn barninu og gera lögbrjótum úr hópi lögheimilisforeldra kleift að stunda þá óáreitta ár eftir ár. Allt fagfólk veit þetta og kvartar yfir þessu. En enginn gerir neitt til þess að leiðrétta þessi mannréttindabrot Barnalaga. Ríkið í formi löggjafans og framkvæmdarvaldsins, þ.e. alþingismenn og ráðherrar, leggur þvert á móti fulla blessun sína yfir margítrekuð umgengnisréttarbrot lögheimilisforeldra á börnum. Glæpir í boði ríkisins Það er glæpsamlegt athæfi af ríkinu að taka þátt í að halda börnum frá foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Ömmur, afar og stórfjölskyldur barna eru ekki einu sinni nefndar á nafn í Barnalögum, eins og allir þessir ættingjar þeirra séu ekki til. Ríkið mölbrýtur þannig mannréttindi barna og umgengnisforeldra þeirra í gegnum Barnalögin. Því lögin snúast fyrst og fremst um ríkisvarið einræði lögheimilisforeldra. Og Barnalögin gera glæpsamlegum lögheimilisforeldrum það leikandi létt að misbeita valdi sínu gegn börnum og hinum blóðforeldrum þeirra og stórfjölskyldum – allt í boði ríkisins. Umgengnisforeldrar fá engar bætur vegna þessara brota sem þeir þurfa að þola í boði ríkisins. Þeir eru meðhöndlaðir eins og réttindalaust hyski þegar þeir leita réttar síns og barnanna, sem fá heldur engar bætur fyrir eyðilagt líf. Og þótt allt fagfólk viti um þessi réttindabrot laganna þá gerir enginn við þau athugasemd. Líf lögð í rúst Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur barn rétt á að búa hjá foreldrum sínum nema slíkt sé hættulegt barninu (8 gr.). Ekkert barn má þola afskipti af fjölskyldulífi sínu, einkalífi né samskiptum (16 gr.). Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skal ríkið styðja foreldra í að sinna henni (18 gr.). Og ríkinu ber skylda til að vernda börn gegn hvers konar illri meðferð frá hendi foreldra eða annarra aðila (19 gr.). Skv. 8 gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eiga allir rétt á fjölskyldulífi og einkalífi. Og svona skilgreinir Mannréttindadómstóll Evrópu fjölskyldulíf: Þegar börn fæðast tengjast þau blóðfjölskyldu sinni böndum sem ríkið getur ekki rofið. Og skilnaður foreldra barns skal aldrei valda rofum gagnvart blóðböndum þess því réttur barna til foreldra sinna er ein ríkustu réttindi þeirra. Þrátt fyrir þetta geta sömu réttindabrotin endurtekið sig aftur og aftur á Íslandi í áraraðir og án afleiðinga af nokkru tagi fyrir gerandann. Og á meðan eru réttindi barna og foreldra þeirra ítrekað svívirt með öllu því raski, angist, tímasóun og kostnaði sem því fylgir. Afleiðingarnar eru þær að þúsundir barna eru sviptar tilfinningatengslum við foreldra sína og stórfjölskyldur í boði Barnalaga og ríkisins, sem leyfir að líf þeirra séu lögð í rúst. Enda sýna rannsóknir að mörg börn sem upplifa umgengnisréttarbrot bera þess aldrei bætur og upplifa sálarangist og sálræna sjúkdóma lífið út, sem stundum leiða til sjálfsmorðs. Hve mörg þúsund íslensk börn skyldu hafa glatað tilfinningatengslum við annað foreldri sitt, ömmur, afa og stórfjölskyldur vegna umgengnisréttarbrota lögheimilisforeldra undir vernd og hvatningu ríkisins? Og hvaða bætur skyldu öll þessi börn og foreldrar þeirra e.t.v. geta krafist vegna þess að ríkið átti beinan þátt í að eyðileggja líf þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga. Í minnst sex mánuði lætur ríkið umgengnisafbrot (tálmun) lögheimilisforeldra óáreitt. Ríkið gerir ekkert til að vernda börn gegn þessum afbrotum á meðan hið úrelta dagsektarúrræði er virkjað, sem tekur minnst hálft ár og oftast heilt ár hið minnsta, en tvöfalt lengur ef úrskurði sýslumanns er áfrýjað. Og allan tímann halda brotin áfram með fullu leyfi ríkisins. Sömu sögu er að segja ef umgengnisafbrotin eru síendurtekin. Ekkert í Barnalögum kemur í veg fyrir margítrekaða umgengnisréttarglæpi lögheimilisforeldra, jafnvel þótt þessi vísvitandi afbrot eigi sér stað aftur og aftur á löngu árabili. Ríkið og Barnalögin leggja þvert á móti blessun sína yfir glæpina gegn barninu og gera lögbrjótum úr hópi lögheimilisforeldra kleift að stunda þá óáreitta ár eftir ár. Allt fagfólk veit þetta og kvartar yfir þessu. En enginn gerir neitt til þess að leiðrétta þessi mannréttindabrot Barnalaga. Ríkið í formi löggjafans og framkvæmdarvaldsins, þ.e. alþingismenn og ráðherrar, leggur þvert á móti fulla blessun sína yfir margítrekuð umgengnisréttarbrot lögheimilisforeldra á börnum. Glæpir í boði ríkisins Það er glæpsamlegt athæfi af ríkinu að taka þátt í að halda börnum frá foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Ömmur, afar og stórfjölskyldur barna eru ekki einu sinni nefndar á nafn í Barnalögum, eins og allir þessir ættingjar þeirra séu ekki til. Ríkið mölbrýtur þannig mannréttindi barna og umgengnisforeldra þeirra í gegnum Barnalögin. Því lögin snúast fyrst og fremst um ríkisvarið einræði lögheimilisforeldra. Og Barnalögin gera glæpsamlegum lögheimilisforeldrum það leikandi létt að misbeita valdi sínu gegn börnum og hinum blóðforeldrum þeirra og stórfjölskyldum – allt í boði ríkisins. Umgengnisforeldrar fá engar bætur vegna þessara brota sem þeir þurfa að þola í boði ríkisins. Þeir eru meðhöndlaðir eins og réttindalaust hyski þegar þeir leita réttar síns og barnanna, sem fá heldur engar bætur fyrir eyðilagt líf. Og þótt allt fagfólk viti um þessi réttindabrot laganna þá gerir enginn við þau athugasemd. Líf lögð í rúst Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur barn rétt á að búa hjá foreldrum sínum nema slíkt sé hættulegt barninu (8 gr.). Ekkert barn má þola afskipti af fjölskyldulífi sínu, einkalífi né samskiptum (16 gr.). Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skal ríkið styðja foreldra í að sinna henni (18 gr.). Og ríkinu ber skylda til að vernda börn gegn hvers konar illri meðferð frá hendi foreldra eða annarra aðila (19 gr.). Skv. 8 gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eiga allir rétt á fjölskyldulífi og einkalífi. Og svona skilgreinir Mannréttindadómstóll Evrópu fjölskyldulíf: Þegar börn fæðast tengjast þau blóðfjölskyldu sinni böndum sem ríkið getur ekki rofið. Og skilnaður foreldra barns skal aldrei valda rofum gagnvart blóðböndum þess því réttur barna til foreldra sinna er ein ríkustu réttindi þeirra. Þrátt fyrir þetta geta sömu réttindabrotin endurtekið sig aftur og aftur á Íslandi í áraraðir og án afleiðinga af nokkru tagi fyrir gerandann. Og á meðan eru réttindi barna og foreldra þeirra ítrekað svívirt með öllu því raski, angist, tímasóun og kostnaði sem því fylgir. Afleiðingarnar eru þær að þúsundir barna eru sviptar tilfinningatengslum við foreldra sína og stórfjölskyldur í boði Barnalaga og ríkisins, sem leyfir að líf þeirra séu lögð í rúst. Enda sýna rannsóknir að mörg börn sem upplifa umgengnisréttarbrot bera þess aldrei bætur og upplifa sálarangist og sálræna sjúkdóma lífið út, sem stundum leiða til sjálfsmorðs. Hve mörg þúsund íslensk börn skyldu hafa glatað tilfinningatengslum við annað foreldri sitt, ömmur, afa og stórfjölskyldur vegna umgengnisréttarbrota lögheimilisforeldra undir vernd og hvatningu ríkisins? Og hvaða bætur skyldu öll þessi börn og foreldrar þeirra e.t.v. geta krafist vegna þess að ríkið átti beinan þátt í að eyðileggja líf þeirra?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun