Já, það er hægt! Michelle Bachelet skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun