Konur á aftökudeild Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Árlegt sextán daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst á morgun á alþjóðlegum baráttudegi málefnisins. Átakinu lýkur 10. desember sem er alþjóðlegur mannréttindadagur enda er kynbundið ofbeldi eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Félagasamtök um allan heim hafa staðið fyrir átakinu síðan 1991. Það er nefnilega ekki til það samfélag á jarðríki þar sem konur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns. Grófasta form slíks ofbeldis er án efa kerfisbundin morð á konum og stúlkum (e. femicide) sem er, eins og nýleg skýrsla Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna bendir til, í örum vexti víða um heim og virðist umburðarlyndi gagnvart þeim vera venjan. Slík morð eiga sér fjölmargar birtingarmyndir og geta átt sér stað innan veggja heimilisins, á opinberum vettvangi eða af hálfu ríkisins. Mikilvægt er að líta ekki á slík morð sem einstaka, óvænta atburði heldur verður að horfa til þess samhengis sem þessir glæpir eiga sér stað í. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að morðin gegni þeim tilgangi að undirstrika og viðhalda samfélagslegum valdatengslum milli kynja, kynþátta og stétta og varðveita þannig misrétti milli hópa. Konur sem búa við sífellda ógn af ofbeldi og misrétti eru alltaf á aftökudeild, þær lifa í stöðugri ógn við að vera teknar af lífi. Þær hafa verið sviptar réttinum til lífs. Birtingarmyndir kerfisbundinna morða á konum og stúlkum eru fjölmargar. Ótal slík morð eiga sér stað á hverjum degi af hendi maka eða sambýlismanns, konur eru drepnar kerfisbundið vegna nornaveiða, vopnaðra átaka, heimanmunds, kynhneigðar eða þjóðernis og fjöldi kvenna lætur lífið á hverjum degi vegna svokallaðra „heiðurs- eða ástríðumorða". Jafnframt má líta á það sem kerfisbundin morð þegar konur deyja vegna illa framkvæmdra fóstureyðinga, af barnsförum, vegna mansals, skipulagðrar glæpastarfsemi, vanrækslu eða illrar meðferðar hvort sem er af hálfu einstaklinga eða ríkisins. Morð af hálfu maka Konur eru mikill meirihluti þeirra sem láta lífið vegna heimilisofbeldis (um 77%). Ÿ Langflestar konur sem eru fórnarlömb morða eru myrtar af eiginmönnum sínum. Ÿ Í Brasilíu deyja 10 konur daglega, eingöngu vegna heimilisofbeldis. Ÿ Í Evrópu eru um 3.500 konur myrtar af hendi eiginmanna sinna árlega. Ÿ Í Suður-Afríku er kona myrt af maka sínum á sex klukkustunda fresti. „Heiðursmorð" Þótt svokölluð heiðursmorð séu gjarnan sérstaklega ofbeldisfull er sjaldnast dæmt í málum. Talið er að um 5.000 konur deyi árlega á þennan hátt en þó eru upplýsingar um heiðursmorð mjög takmarkaðar. Þessi morð eru vanalega framin af karlkyns fjölskyldumeðlimi/um til að hefna fyrir „óviðeigandi" hegðun kvenna. Í flestum tilfellum fá þeir sem fremja slík morð væga eða enga dóma. Morð á frumbyggjakonum Frumbyggjakonur eru í sérstakri hættu vegna ofbeldis og morða. Félagsleg, efnahagsleg og pólitísk jaðarstaða auk arfleifðar nýlendustefnu og kynþáttafordóma gerir frumbyggjakonur mjög berskjaldaðar. Ÿ Í Gvatemala voru Maya-konur 88% fórnarlamba ofbeldis í 36 ára löngum átökum. Í þeim tilfellum sem gerandi giftist þolanda var ekki dæmt í þessum málum. Ÿ Í Ástralíu eiga frumbyggjakonur mun frekar á hættu að vera myrtar, verða fyrir nauðgun eða annars konar ofbeldi en konur sem ekki tilheyra þeim hópi. Á sama tíma eru þær síður líklegar til að leita réttar síns vegna fordóma í sinn garð. Eyðing kvenkyns fóstra og morð á nýfæddum stúlkubörnum. Bilið milli fjölda drengja og stúlkna fer sívaxandi víða í Asíu. Ástæða þessara morða á sér rætur í miklu misrétti sem einkennir hjónabönd og erfðarétt. Ÿ Um 100.000 stúlkur „hafa horfið" á Indlandi. Ÿ Um 25.000 nýfædd stúlkubörn eru myrt árlega í Kerala-héraði og dauði meðal stúlkna undir 5 ára er 21% hærri en meðal drengja. Ÿ Víða í Suður-, Austur- og Mið-Asíu er hlutfallið 130 drengir á móti 100 stúlkum. Ÿ Víða er konum misþyrmt af fjölskyldu sinni ef þær fæða óvelkomið stúlkubarn í heiminn. Staðið hefur verið fyrir þessu 16 daga átaki í yfir 20 ár til að benda á hversu útbreitt mannréttindabrot kynbundið ofbeldi er. Ég hef blendnar tilfinningar þegar ég skrifa þessa grein. Ég finn fyrir vonleysi þegar ég hugsa um að enn þann dag í dag sé svo langt í land að stúlkur og drengir búi við raunverulegt jafnrétti. En á sama tíma er ég vongóð því ég veit hvað samtakamáttur okkar getur verið sterkur. Einn daginn munum við líta til baka og velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum stóð á því að á þessari öld hefðu konur verið kyrktar, kæfðar, brenndar og limlestar, þeim verið drekkt og nauðgað fyrir það eitt að vera konur. Ætlum við að láta enn einn áratuginn líða þar sem við lítum fram hjá þessum grófu mannréttindabrotum eða eigum við að koma af stað löngu tímabærri byltingu? Byltingu þar sem við tökum höndum saman og búum til samfélag þar sem líf stúlkna er jafn mikils virði og drengja. Byltingu þar sem kerfisbundinni útrýmingu á konum og stúlkum lýkur strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árlegt sextán daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst á morgun á alþjóðlegum baráttudegi málefnisins. Átakinu lýkur 10. desember sem er alþjóðlegur mannréttindadagur enda er kynbundið ofbeldi eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Félagasamtök um allan heim hafa staðið fyrir átakinu síðan 1991. Það er nefnilega ekki til það samfélag á jarðríki þar sem konur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns. Grófasta form slíks ofbeldis er án efa kerfisbundin morð á konum og stúlkum (e. femicide) sem er, eins og nýleg skýrsla Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna bendir til, í örum vexti víða um heim og virðist umburðarlyndi gagnvart þeim vera venjan. Slík morð eiga sér fjölmargar birtingarmyndir og geta átt sér stað innan veggja heimilisins, á opinberum vettvangi eða af hálfu ríkisins. Mikilvægt er að líta ekki á slík morð sem einstaka, óvænta atburði heldur verður að horfa til þess samhengis sem þessir glæpir eiga sér stað í. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að morðin gegni þeim tilgangi að undirstrika og viðhalda samfélagslegum valdatengslum milli kynja, kynþátta og stétta og varðveita þannig misrétti milli hópa. Konur sem búa við sífellda ógn af ofbeldi og misrétti eru alltaf á aftökudeild, þær lifa í stöðugri ógn við að vera teknar af lífi. Þær hafa verið sviptar réttinum til lífs. Birtingarmyndir kerfisbundinna morða á konum og stúlkum eru fjölmargar. Ótal slík morð eiga sér stað á hverjum degi af hendi maka eða sambýlismanns, konur eru drepnar kerfisbundið vegna nornaveiða, vopnaðra átaka, heimanmunds, kynhneigðar eða þjóðernis og fjöldi kvenna lætur lífið á hverjum degi vegna svokallaðra „heiðurs- eða ástríðumorða". Jafnframt má líta á það sem kerfisbundin morð þegar konur deyja vegna illa framkvæmdra fóstureyðinga, af barnsförum, vegna mansals, skipulagðrar glæpastarfsemi, vanrækslu eða illrar meðferðar hvort sem er af hálfu einstaklinga eða ríkisins. Morð af hálfu maka Konur eru mikill meirihluti þeirra sem láta lífið vegna heimilisofbeldis (um 77%). Ÿ Langflestar konur sem eru fórnarlömb morða eru myrtar af eiginmönnum sínum. Ÿ Í Brasilíu deyja 10 konur daglega, eingöngu vegna heimilisofbeldis. Ÿ Í Evrópu eru um 3.500 konur myrtar af hendi eiginmanna sinna árlega. Ÿ Í Suður-Afríku er kona myrt af maka sínum á sex klukkustunda fresti. „Heiðursmorð" Þótt svokölluð heiðursmorð séu gjarnan sérstaklega ofbeldisfull er sjaldnast dæmt í málum. Talið er að um 5.000 konur deyi árlega á þennan hátt en þó eru upplýsingar um heiðursmorð mjög takmarkaðar. Þessi morð eru vanalega framin af karlkyns fjölskyldumeðlimi/um til að hefna fyrir „óviðeigandi" hegðun kvenna. Í flestum tilfellum fá þeir sem fremja slík morð væga eða enga dóma. Morð á frumbyggjakonum Frumbyggjakonur eru í sérstakri hættu vegna ofbeldis og morða. Félagsleg, efnahagsleg og pólitísk jaðarstaða auk arfleifðar nýlendustefnu og kynþáttafordóma gerir frumbyggjakonur mjög berskjaldaðar. Ÿ Í Gvatemala voru Maya-konur 88% fórnarlamba ofbeldis í 36 ára löngum átökum. Í þeim tilfellum sem gerandi giftist þolanda var ekki dæmt í þessum málum. Ÿ Í Ástralíu eiga frumbyggjakonur mun frekar á hættu að vera myrtar, verða fyrir nauðgun eða annars konar ofbeldi en konur sem ekki tilheyra þeim hópi. Á sama tíma eru þær síður líklegar til að leita réttar síns vegna fordóma í sinn garð. Eyðing kvenkyns fóstra og morð á nýfæddum stúlkubörnum. Bilið milli fjölda drengja og stúlkna fer sívaxandi víða í Asíu. Ástæða þessara morða á sér rætur í miklu misrétti sem einkennir hjónabönd og erfðarétt. Ÿ Um 100.000 stúlkur „hafa horfið" á Indlandi. Ÿ Um 25.000 nýfædd stúlkubörn eru myrt árlega í Kerala-héraði og dauði meðal stúlkna undir 5 ára er 21% hærri en meðal drengja. Ÿ Víða í Suður-, Austur- og Mið-Asíu er hlutfallið 130 drengir á móti 100 stúlkum. Ÿ Víða er konum misþyrmt af fjölskyldu sinni ef þær fæða óvelkomið stúlkubarn í heiminn. Staðið hefur verið fyrir þessu 16 daga átaki í yfir 20 ár til að benda á hversu útbreitt mannréttindabrot kynbundið ofbeldi er. Ég hef blendnar tilfinningar þegar ég skrifa þessa grein. Ég finn fyrir vonleysi þegar ég hugsa um að enn þann dag í dag sé svo langt í land að stúlkur og drengir búi við raunverulegt jafnrétti. En á sama tíma er ég vongóð því ég veit hvað samtakamáttur okkar getur verið sterkur. Einn daginn munum við líta til baka og velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum stóð á því að á þessari öld hefðu konur verið kyrktar, kæfðar, brenndar og limlestar, þeim verið drekkt og nauðgað fyrir það eitt að vera konur. Ætlum við að láta enn einn áratuginn líða þar sem við lítum fram hjá þessum grófu mannréttindabrotum eða eigum við að koma af stað löngu tímabærri byltingu? Byltingu þar sem við tökum höndum saman og búum til samfélag þar sem líf stúlkna er jafn mikils virði og drengja. Byltingu þar sem kerfisbundinni útrýmingu á konum og stúlkum lýkur strax í dag.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun