Bygging nýs Landsspítala: Umræða og upplýsingagjöf í skötulíki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun