Með fulla trú á sjálfum sér Pawel Bartoszek skrifar 14. desember 2012 06:00 Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Það er spurning: Er það traustvekjandi ef fjölmiðill telur það fréttnæmt að aðrir telji hann traustsins verðan? Ef til vill mætti líta fram hjá hóflegu magni sjálfshóls á þessum vinnustað sem öðrum. Flestir vilja, jú, monta sig aðeins og niðurstaða úr skoðanakönnun sem þessari er kannski réttmætt fréttaefni, allavega í samanburði við annað sem ratar í fréttir hérlendis. Ég meina, fyrsta frétt sama kvöld fjallaði til dæmis um það að lögreglan hefði leyst upp ólöglegan pókerklúbb. Kannski er því ekki svo galið að fjalla um traust til fjölmiðla. En þetta er samt auðvitað bara markaðsrannsókn. Hún mælir ekki hvað er satt, heldur hvað fólk heldur að sé satt. Þótt „almenningur" telji tryggingarfélag traust, því það er „gamalt og rótgróið", þýðir það ekki í sjálfu sér að reksturinn standi traustum fótum. Til gamans: Sú fréttastöð sem nýtur mests trausts í Bandaríkjunum heitir „Fox News".Þurfum að spyrja En ef við teljum fréttir af trausti fólks til frétta vera fréttir í sjálfu sér þá þurfum við að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Ef við getum ekki svarað þessu hiklaust með jái þá liggur vandamálið fyrir. Í fréttum miðvikudagsins var til dæmis fullyrt að traust til fréttastofu RÚV væri að aukast, enda hafði það hækkað úr 71,5% í 75,3%. Miðað við það úrtak sem tiltekið var í könnun MMR virðist mér raunar ekki vera hægt að fullyrða með 95% vissu að traustið hafi í raun hækkað. Þetta er í daglegu tali orðað þannig að munurinn sé „innan skekkjumarka". En að minnsta kosti einu sinni frá því að mælingar MMR hófust hefur orðið marktæk lækkun á fjölda þeirra sem bera mikið eða frekar mikið traust til RÚV. Í maí 2009 mældist traustið 69,9% og hafði lækkað úr 82,1% í desember 2008. Hver var fyrirsögnin á RÚV þá? Jú: „Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts." Í fréttinni sagði: „Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV, og er það nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2." Loks var reyndar tæpt á því að „nokkuð færri sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna" en í fyrri könnun. Traust til fjölmiðla almennt. Ekkert minnst á það í þetta skiptið að traust til RÚV hefði minnkað umtalsvert.Yndislega fyrirsjáanlegt Sjáum fyrir okkur fréttastofu sem birtir fyrirsagnir á borð við: „Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur" eða „Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst" en þegir þá sjaldan sem hvorugt á við. Slík fréttastofa væri talin hlutdræg þegar kæmi að umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt er fréttastofa RÚV hlutdræg þegar kemur að umfjöllun um fréttastofu RÚV. Nú er fréttastofa RÚV kannski ekki öðrum verri. Það ágæta blað sem ég fæ að skrifa í og það fyrirtæki sem það heyrir undir flytja líka fréttir af eigin velgengni. Sé leitað að orðunum „lestur Fréttablaðsins" á netinu eru fyrstu fréttir af Vísi.is með fyrirsögnum á borð við „Mikið forskot Fréttablaðsins" og „Fréttablaðið með yfirburðastöðu". Síðan kemur reyndar ein frétt af mbl.is: „Lestur á Fréttablaðinu minnkar." Allt þetta er nú svo yndislega fyrirsjáanlegt að það er næstum því krúttlegt. Eigin velgengni er fréttnæm, hrakfarir annarra einnig en ekki annað. En þótt fréttastofa RÚV sé ekki verri, er það nóg? Ætti hún ekki að vera betri? Er hún ekki svo traust? Ég myndi treysta betur fréttastofu sem léti vera að birta jákvæðar fréttir um sjálfa sig, þótt hún gæti það. Ég skoðaði raunar nokkrar erlendar fréttir af trausti til fjölmiðla. Í þeim tilfellum sem ríkisfjölmiðlar fjölluðu um eigið ágæti var það oft gert undir liðnum „fréttatilkynningar". Enda eru þetta auðvitað fréttatilkynningar. Fréttatilkynningar sem vill svo til að samdar eru af fréttastofum. Og því hættir mönnum til að líta á þær sem fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitnað í könnun rannsóknarfyrirtækisins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Það er spurning: Er það traustvekjandi ef fjölmiðill telur það fréttnæmt að aðrir telji hann traustsins verðan? Ef til vill mætti líta fram hjá hóflegu magni sjálfshóls á þessum vinnustað sem öðrum. Flestir vilja, jú, monta sig aðeins og niðurstaða úr skoðanakönnun sem þessari er kannski réttmætt fréttaefni, allavega í samanburði við annað sem ratar í fréttir hérlendis. Ég meina, fyrsta frétt sama kvöld fjallaði til dæmis um það að lögreglan hefði leyst upp ólöglegan pókerklúbb. Kannski er því ekki svo galið að fjalla um traust til fjölmiðla. En þetta er samt auðvitað bara markaðsrannsókn. Hún mælir ekki hvað er satt, heldur hvað fólk heldur að sé satt. Þótt „almenningur" telji tryggingarfélag traust, því það er „gamalt og rótgróið", þýðir það ekki í sjálfu sér að reksturinn standi traustum fótum. Til gamans: Sú fréttastöð sem nýtur mests trausts í Bandaríkjunum heitir „Fox News".Þurfum að spyrja En ef við teljum fréttir af trausti fólks til frétta vera fréttir í sjálfu sér þá þurfum við að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Ef við getum ekki svarað þessu hiklaust með jái þá liggur vandamálið fyrir. Í fréttum miðvikudagsins var til dæmis fullyrt að traust til fréttastofu RÚV væri að aukast, enda hafði það hækkað úr 71,5% í 75,3%. Miðað við það úrtak sem tiltekið var í könnun MMR virðist mér raunar ekki vera hægt að fullyrða með 95% vissu að traustið hafi í raun hækkað. Þetta er í daglegu tali orðað þannig að munurinn sé „innan skekkjumarka". En að minnsta kosti einu sinni frá því að mælingar MMR hófust hefur orðið marktæk lækkun á fjölda þeirra sem bera mikið eða frekar mikið traust til RÚV. Í maí 2009 mældist traustið 69,9% og hafði lækkað úr 82,1% í desember 2008. Hver var fyrirsögnin á RÚV þá? Jú: „Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts." Í fréttinni sagði: „Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV, og er það nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2." Loks var reyndar tæpt á því að „nokkuð færri sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna" en í fyrri könnun. Traust til fjölmiðla almennt. Ekkert minnst á það í þetta skiptið að traust til RÚV hefði minnkað umtalsvert.Yndislega fyrirsjáanlegt Sjáum fyrir okkur fréttastofu sem birtir fyrirsagnir á borð við: „Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur" eða „Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst" en þegir þá sjaldan sem hvorugt á við. Slík fréttastofa væri talin hlutdræg þegar kæmi að umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt er fréttastofa RÚV hlutdræg þegar kemur að umfjöllun um fréttastofu RÚV. Nú er fréttastofa RÚV kannski ekki öðrum verri. Það ágæta blað sem ég fæ að skrifa í og það fyrirtæki sem það heyrir undir flytja líka fréttir af eigin velgengni. Sé leitað að orðunum „lestur Fréttablaðsins" á netinu eru fyrstu fréttir af Vísi.is með fyrirsögnum á borð við „Mikið forskot Fréttablaðsins" og „Fréttablaðið með yfirburðastöðu". Síðan kemur reyndar ein frétt af mbl.is: „Lestur á Fréttablaðinu minnkar." Allt þetta er nú svo yndislega fyrirsjáanlegt að það er næstum því krúttlegt. Eigin velgengni er fréttnæm, hrakfarir annarra einnig en ekki annað. En þótt fréttastofa RÚV sé ekki verri, er það nóg? Ætti hún ekki að vera betri? Er hún ekki svo traust? Ég myndi treysta betur fréttastofu sem léti vera að birta jákvæðar fréttir um sjálfa sig, þótt hún gæti það. Ég skoðaði raunar nokkrar erlendar fréttir af trausti til fjölmiðla. Í þeim tilfellum sem ríkisfjölmiðlar fjölluðu um eigið ágæti var það oft gert undir liðnum „fréttatilkynningar". Enda eru þetta auðvitað fréttatilkynningar. Fréttatilkynningar sem vill svo til að samdar eru af fréttastofum. Og því hættir mönnum til að líta á þær sem fréttir.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun