Lokasenna að Landsbankamáli Sverrir Hermannsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun