Ranghugmyndir yfirvalda um rjúpnaveiði Dúi J. Landmark. skrifar 18. desember 2012 06:00 Nú er rjúpnaveiðitímabili þessa árs lokið, og full ástæða er til að fjalla um þá afleitu stöðu sem komin er upp varðandi rjúpnaveiðar eftir að umhverfisráðherra setti á nýja reglugerð fyrir tveimur árum. Þessi reglugerð heimilar veiðar í 9 daga sem dreifast á fjórar helgar á ári, frá lokum október til loka nóvember. Skemmst er að segja frá því að við gerð hennar virðist hafa algjörlega gleymst að gera ráð fyrir og taka tillit til hluta eins og íslensks veðurfars, öryggis veiðimanna, veiðiálags og mikilvægi þeirrar upplifunar sem rjúpnaveiðar hafa fyrir veiðimenn. Til samanburðar er vert að hafa í huga að lengst af mátti veiða rjúpu frá 15. október til 22. desember, eða 69 daga samtals, og gilti það fyrirkomulag áratugum saman. Rjúpnaveiði var síðan bönnuð með öllu árin 2003 og 2004, og þegar veiði var leyfð aftur 2005 voru leyfðir veiðidagar 47 talsins, 2006 hafði þeim fækkað í 26, og niður í 18 daga 2010. Á þessu ári og 2011 voru leyfðir veiðidagar síðan einungis 9. Talið er að milli fimm til sex þúsund Íslendingar gangi til rjúpna að jafnaði. Þar má finna Íslendinga úr öllum aldurshópum, landsfjórðungum og starfsstéttum, og sú jákvæða þróun hefur átt sér stað að fleiri konur ganga nú til rjúpna en áður. Allir eru sammála um nauðsyn þess, ekki síst veiðimenn, að búa svo í haginn að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar í ókominni framtíð. En hlutverk umhverfisráðherra er ekki einungis að banna veiðar, loka svæðum og takmarka aðgang. Sá eða sú sem situr á þeim ráðherrastóli ber líka ábyrgð gagnvart þegnum landsins, að þeir eigi möguleika á því að njóta landsins og náttúrunnar á sem fjölbreytilegastan og ríkulegastan hátt. Það verður ekki gert með reglugerðum eins og þeim sem nú er í gildi um rjúpnaveiðar. Hið sama má segja um mjög svo umdeilanlega skerðingu á leyfðum dögum til svartfuglaveiða sem umhverfisráðherra ákvað síðasta vor, en látum það liggja milli hluta að sinni. Það er vitað að stór hluti rjúpuunga drepst í fyrstu slagviðrum haustsins og vetrarins, og að þeir fuglar sem ná að lifa fram í nóvember eru því mikilvægir fyrir stofninn þar sem þeir koma til með að sjá um endurnýjun hans að vori. En í stað þess að leyfa veiðar fyrr á haustin, og að hluti þeirra fugla sem drepast af náttúrulegum orsökum nýtist þar með á jólaborð landsmanna, virðist umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun mikilvægara að refur og minkur fái að ganga í það hlaðborð þó að vitað sé að þeir stofnar lifi góðu lífi, og þá sérstaklega refurinn. Því miður virðast þeir sem sömdu umrædda reglugerð ekki gera sér vel grein fyrir því að íslensk vetrarveður eru válynd, og á köflum beinlínis hættuleg. Tíðarfar í haust var með þeim hætti að einungis fáir dagar af þeim níu sem voru stýfðir úr hnefa nýttust til veiða. Daginn er tekið að stytta allverulega á þessum árstíma, og það eru fáir klukkutímar af dagsbirtu sem nýtast þá daga sem gefur til veiða. Það munar stórlega að halda til fjalla um miðjan október eða í lok nóvember hvað lengd dags varðar. Með slíkri reglugerð er því ekki einungis verið að skemma upplifun þeirra sem halda til veiða, heldur er beinlínis verið að gera veiðarnar mikið hættulegri en nauðsyn ber til. Íslensk náttúra og íslenskt veðurfar eru nógu varasöm ein og sér án þess verið sé að auka hættuna með naumt skömmtuðum reglugerðum, og þeir sem það gera bera í raun þunga ábyrgð. En veiðimenn og konur halda samt sem áður af stað til veiða, jólarjúpan er mikilvægur hluti af jólahaldi á mörgum íslenskum heimilum. Oft hefur verið sagt að stýring á dýravernd og veiðum á Íslandi stýrist meira af tilfinningum en skynsemi og vísindalegum rökum, og má benda á mörg dæmi þess. En það eru ekki bara þeir sem vilja banna allar veiðar sem hafa tilfinningar, veiðimenn hafa þær líka, upplifunin við veiðar er þeim dýrmæt. Ekki má gleyma því að þegar svo fáir dagar eru til ráðstöfunar verður veiðiálag mjög mikið á þeim svæðum sem aðgengileg eru veiðimönnum hverju sinni. Svo mikið að margir þurfa frá að hverfa. Þeir breyta því sínum áætlunum, og freistast jafnvel í framhaldi af því til að fara inn á svæði eða einkalönd þar sem veiði er bönnuð. Núgildandi reglugerð minnkar ekki veiðiálag eins og henni var ætlað að gera. Hún takmarkar aðgengi að rjúpnaveiði, dregur stórlega úr ánægjunni við hana og gerir hana hættulega og erfiða. Hvað veldur slíku viðhorfi, slíkum hugsunarhætti? Ekki ætla ég þeim sem að þessari reglugerð standa annað en að vera vel meinandi gangvart þeim fimm til sex þúsund manns sem stunda rjúpnaveiðar. Hinsvegar er ég ekki viss um að þau þekki rjúpnaveiðar af eigin raun og beri skynbragð á hvernig þær ganga fyrir sig. Frásagnir af rjúpnaveiði, og reyndar allri veiði eru mjög oft tröllasögur af magnveiði, fleiri hundruðum rjúpna, vel er lagt í og kryddað. En veruleikinn er oftast allt annar, hinn almenni íslenski rjúpnaveiðimaður hefur það eitt að markmiði að veiða í jólamatinn fyrir fjölskylduna, flestir þurfa 5-20 rjúpur til að uppfylla þær þarfir, meðalveiði á hvern veiðimann er oftast um 7 rjúpur samkvæmt skráningum. Vissulega eru til magnveiðimenn, en með breyttum viðhorfum hefur þeim farið ört fækkandi. Með sölubanninu sem var sett á fyrir nokkrum árum var blessunarlega tekið fyrir sölu á rjúpu og þar með fyrir magnveiðina að mestu, og er sú ráðstöfun eitt af því fáa skynsamlega sem yfirvöld hafa gert í þessum málum á síðustu árum. Ég hef gengið til rjúpna síðan á unglingsaldri, og eins og við er að búast hef ég heyrt ógrynni af veiðisögum á þeim tíma og spjallað við hundruð veiðimanna um veiði og afla. Ég man eftir 6 veiðimönnum sem sögðu frá mikilli veiði, svokallaðri magnveiði, við skulum gefa okkur að allt yfir 20 fuglar á dag sé magnveiði. Ég er viss um að ekki séu allir sammála þeirri skilgreiningu. En þetta eru sögurnar sem lifa og berast manna á milli. Hinir dagarnir gleymast, ekki er sagt frá þeim skiptum þegar labbað er frá sólarupprás fram í myrkur í erfiðu færi og leiðindaveðri, og afraksturinn lítill sem enginn. Það þekkja allir sem veitt hafa rjúpu að sjá fugla taka sig upp löngu áður en komið er í færi og renna sér yfir í næsta dal án þess að veiðimaðurinn eigi minnsta möguleika. Það virðist algengur misskilningur að veiðimenn haldi af stað, finni rjúpurnar þar sem þær sitja spakar og stilltar og bíði eftir veiðimanninum. Líklega er þetta viðhorf tilkomið vegna þess hvað rjúpur sem hafa gert sig heimakomnar í kringum byggð eru oft gæfar, en það er langt, raunar mjög langt frá raunveruleikanum þegar komið er á veiðislóð. Hinn almenni veiðimaður leggur mikið á sig til að ná í sínar jólarjúpur, tíma, fjárútlát og mikla líkamlega áreynslu. Því er mikið haft fyrir þeim jólarjúpum sem skila sér á hans borð, og þeir sem fá að njóta kunna að meta bráðina að verðleikum. Það eru því tilmæli mín til umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, að endurskoða sem fyrst núgildandi reglugerð, og um leið sína afstöðu til veiði og veiðimanna. Hennar hlutverk er ekki að banna, loka og takmarka, heldur horfa á stóru myndina, hlusta á þá sem vilja fá að njóta gæða fallega landsins okkar og vilja að komandi kynslóðir geti það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nú er rjúpnaveiðitímabili þessa árs lokið, og full ástæða er til að fjalla um þá afleitu stöðu sem komin er upp varðandi rjúpnaveiðar eftir að umhverfisráðherra setti á nýja reglugerð fyrir tveimur árum. Þessi reglugerð heimilar veiðar í 9 daga sem dreifast á fjórar helgar á ári, frá lokum október til loka nóvember. Skemmst er að segja frá því að við gerð hennar virðist hafa algjörlega gleymst að gera ráð fyrir og taka tillit til hluta eins og íslensks veðurfars, öryggis veiðimanna, veiðiálags og mikilvægi þeirrar upplifunar sem rjúpnaveiðar hafa fyrir veiðimenn. Til samanburðar er vert að hafa í huga að lengst af mátti veiða rjúpu frá 15. október til 22. desember, eða 69 daga samtals, og gilti það fyrirkomulag áratugum saman. Rjúpnaveiði var síðan bönnuð með öllu árin 2003 og 2004, og þegar veiði var leyfð aftur 2005 voru leyfðir veiðidagar 47 talsins, 2006 hafði þeim fækkað í 26, og niður í 18 daga 2010. Á þessu ári og 2011 voru leyfðir veiðidagar síðan einungis 9. Talið er að milli fimm til sex þúsund Íslendingar gangi til rjúpna að jafnaði. Þar má finna Íslendinga úr öllum aldurshópum, landsfjórðungum og starfsstéttum, og sú jákvæða þróun hefur átt sér stað að fleiri konur ganga nú til rjúpna en áður. Allir eru sammála um nauðsyn þess, ekki síst veiðimenn, að búa svo í haginn að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar í ókominni framtíð. En hlutverk umhverfisráðherra er ekki einungis að banna veiðar, loka svæðum og takmarka aðgang. Sá eða sú sem situr á þeim ráðherrastóli ber líka ábyrgð gagnvart þegnum landsins, að þeir eigi möguleika á því að njóta landsins og náttúrunnar á sem fjölbreytilegastan og ríkulegastan hátt. Það verður ekki gert með reglugerðum eins og þeim sem nú er í gildi um rjúpnaveiðar. Hið sama má segja um mjög svo umdeilanlega skerðingu á leyfðum dögum til svartfuglaveiða sem umhverfisráðherra ákvað síðasta vor, en látum það liggja milli hluta að sinni. Það er vitað að stór hluti rjúpuunga drepst í fyrstu slagviðrum haustsins og vetrarins, og að þeir fuglar sem ná að lifa fram í nóvember eru því mikilvægir fyrir stofninn þar sem þeir koma til með að sjá um endurnýjun hans að vori. En í stað þess að leyfa veiðar fyrr á haustin, og að hluti þeirra fugla sem drepast af náttúrulegum orsökum nýtist þar með á jólaborð landsmanna, virðist umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun mikilvægara að refur og minkur fái að ganga í það hlaðborð þó að vitað sé að þeir stofnar lifi góðu lífi, og þá sérstaklega refurinn. Því miður virðast þeir sem sömdu umrædda reglugerð ekki gera sér vel grein fyrir því að íslensk vetrarveður eru válynd, og á köflum beinlínis hættuleg. Tíðarfar í haust var með þeim hætti að einungis fáir dagar af þeim níu sem voru stýfðir úr hnefa nýttust til veiða. Daginn er tekið að stytta allverulega á þessum árstíma, og það eru fáir klukkutímar af dagsbirtu sem nýtast þá daga sem gefur til veiða. Það munar stórlega að halda til fjalla um miðjan október eða í lok nóvember hvað lengd dags varðar. Með slíkri reglugerð er því ekki einungis verið að skemma upplifun þeirra sem halda til veiða, heldur er beinlínis verið að gera veiðarnar mikið hættulegri en nauðsyn ber til. Íslensk náttúra og íslenskt veðurfar eru nógu varasöm ein og sér án þess verið sé að auka hættuna með naumt skömmtuðum reglugerðum, og þeir sem það gera bera í raun þunga ábyrgð. En veiðimenn og konur halda samt sem áður af stað til veiða, jólarjúpan er mikilvægur hluti af jólahaldi á mörgum íslenskum heimilum. Oft hefur verið sagt að stýring á dýravernd og veiðum á Íslandi stýrist meira af tilfinningum en skynsemi og vísindalegum rökum, og má benda á mörg dæmi þess. En það eru ekki bara þeir sem vilja banna allar veiðar sem hafa tilfinningar, veiðimenn hafa þær líka, upplifunin við veiðar er þeim dýrmæt. Ekki má gleyma því að þegar svo fáir dagar eru til ráðstöfunar verður veiðiálag mjög mikið á þeim svæðum sem aðgengileg eru veiðimönnum hverju sinni. Svo mikið að margir þurfa frá að hverfa. Þeir breyta því sínum áætlunum, og freistast jafnvel í framhaldi af því til að fara inn á svæði eða einkalönd þar sem veiði er bönnuð. Núgildandi reglugerð minnkar ekki veiðiálag eins og henni var ætlað að gera. Hún takmarkar aðgengi að rjúpnaveiði, dregur stórlega úr ánægjunni við hana og gerir hana hættulega og erfiða. Hvað veldur slíku viðhorfi, slíkum hugsunarhætti? Ekki ætla ég þeim sem að þessari reglugerð standa annað en að vera vel meinandi gangvart þeim fimm til sex þúsund manns sem stunda rjúpnaveiðar. Hinsvegar er ég ekki viss um að þau þekki rjúpnaveiðar af eigin raun og beri skynbragð á hvernig þær ganga fyrir sig. Frásagnir af rjúpnaveiði, og reyndar allri veiði eru mjög oft tröllasögur af magnveiði, fleiri hundruðum rjúpna, vel er lagt í og kryddað. En veruleikinn er oftast allt annar, hinn almenni íslenski rjúpnaveiðimaður hefur það eitt að markmiði að veiða í jólamatinn fyrir fjölskylduna, flestir þurfa 5-20 rjúpur til að uppfylla þær þarfir, meðalveiði á hvern veiðimann er oftast um 7 rjúpur samkvæmt skráningum. Vissulega eru til magnveiðimenn, en með breyttum viðhorfum hefur þeim farið ört fækkandi. Með sölubanninu sem var sett á fyrir nokkrum árum var blessunarlega tekið fyrir sölu á rjúpu og þar með fyrir magnveiðina að mestu, og er sú ráðstöfun eitt af því fáa skynsamlega sem yfirvöld hafa gert í þessum málum á síðustu árum. Ég hef gengið til rjúpna síðan á unglingsaldri, og eins og við er að búast hef ég heyrt ógrynni af veiðisögum á þeim tíma og spjallað við hundruð veiðimanna um veiði og afla. Ég man eftir 6 veiðimönnum sem sögðu frá mikilli veiði, svokallaðri magnveiði, við skulum gefa okkur að allt yfir 20 fuglar á dag sé magnveiði. Ég er viss um að ekki séu allir sammála þeirri skilgreiningu. En þetta eru sögurnar sem lifa og berast manna á milli. Hinir dagarnir gleymast, ekki er sagt frá þeim skiptum þegar labbað er frá sólarupprás fram í myrkur í erfiðu færi og leiðindaveðri, og afraksturinn lítill sem enginn. Það þekkja allir sem veitt hafa rjúpu að sjá fugla taka sig upp löngu áður en komið er í færi og renna sér yfir í næsta dal án þess að veiðimaðurinn eigi minnsta möguleika. Það virðist algengur misskilningur að veiðimenn haldi af stað, finni rjúpurnar þar sem þær sitja spakar og stilltar og bíði eftir veiðimanninum. Líklega er þetta viðhorf tilkomið vegna þess hvað rjúpur sem hafa gert sig heimakomnar í kringum byggð eru oft gæfar, en það er langt, raunar mjög langt frá raunveruleikanum þegar komið er á veiðislóð. Hinn almenni veiðimaður leggur mikið á sig til að ná í sínar jólarjúpur, tíma, fjárútlát og mikla líkamlega áreynslu. Því er mikið haft fyrir þeim jólarjúpum sem skila sér á hans borð, og þeir sem fá að njóta kunna að meta bráðina að verðleikum. Það eru því tilmæli mín til umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, að endurskoða sem fyrst núgildandi reglugerð, og um leið sína afstöðu til veiði og veiðimanna. Hennar hlutverk er ekki að banna, loka og takmarka, heldur horfa á stóru myndina, hlusta á þá sem vilja fá að njóta gæða fallega landsins okkar og vilja að komandi kynslóðir geti það líka.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun