Kirkjan kostar lítið 19. desember 2012 06:00 Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar!
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar