Ungbörn í ótilgreindri stöðu Sævar Finnbogason skrifar 20. desember 2012 06:00 Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun