Bandalag stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingar með samþykki allra stjórnmálaflokka 20. desember 2012 06:00 Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun