Umræða um einelti á vitlausri braut Matthías Freyr Matthíasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja!
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar