
Að dæma fólk í örbirgð
Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu.
Þróunin síðustu ár
Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar, eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyrisgreiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjarasamninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyrisgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerðingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberuppbót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega.
Aftur úr lægstu launatöxtum
Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrúar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkanirnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu prósentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkanir kjarasamninga. Hvað er hliðstætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkunar í þá veru.
Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvember) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og til að fjárhæðirnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun.
Samanburður við verðlagsþróun
Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verðlag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun.
Áskorun til stjórnvalda
Mikilvægt er að almannatryggingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævilanga örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frítekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjutengingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu.
ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktargildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efnahagshrunsins.
Ekkert um okkur án okkar.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar