Hækkið laun táknmálstúlka Magnús Sverrisson skrifar 28. desember 2012 08:00 Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun