Real Madrid tapaði tveimur stigum til viðbótar í kvöld í baráttunni við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Osasuna á útivelli.
Real Madrid spilaði án Cristiano Ronaldo, sem tók út leikbann, og mikilvægi hans sást vel í þessum leik í kvöld. Eftir þetta markalausa jafntefli er Real 18 stigum á eftir toppliði Barca sem á auk þess leik inni á morgun.
Brasilíumaðurinn Kaka kom inn á sem varamaður fyrir Gonzalo Higuaín á 58. mínútu en fékk að líta sitt annað gula spjald 18 mínútum síðar. Hann fékk fyrra spjaldið fyrir olnbogaskot og það seinna fyrir að tefja.
Osasuna er ennþá í neðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir þetta stig en Real Madrid getur endalega afskrifað möguleika sína á því að verja spænska titilinn.
Kaka sá rautt í markalausu jafntefli Real Madrid
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Við erum ekki á góðum stað“
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn
