Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hélt upp á stórafmæli í gær því hann fæddist í Setúbal í Portúgal 26. janúar 1963 og fagnaði því fimmtugsafmæli sínu í gær.
Lærisveinar Mourinho í Real Madrid geta fært honum afmælisgjöf í dag þegar Real Madrid tekur á móti Getafe á Santiago Bernebau í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Jose Mourinho er sá þjálfari sem hefur unnið flesta titla fyrir fimmtugt en hann vann sinn tuttugasta titil þegar Real vann spænska súperbikarinn í haust.
Mourinho vann sex fleiri titla en Johan Cruyff gerði áður en hann hélt upp á fimmtugsafmæli sitt og Sir Alex Ferguson var "bara" búin að vinna ellefu titla þegar hann varð fimmtugur árið 1991.
„Núna þegar ég er orðinn fimmtugur þá sé ég fyrir mér að þjálfa áfram í tuttugu ár til viðbótar. Hver veit nema að ég komi aftur til Internazionale," sagði Jose Mourinho í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.
Framundan eru sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og Mourinho tjáði sig aðeins um þau.
„Það eru margir sem segja að lið eins og Real Madrid, Manchester United og Barcelona séu sigurstranglegust í Meistaradeildinni í ár en ég sé fyrir mér að lið eins og Borussia Dortmund, Bayern München og Juventus geti öll unnið líka," sagði Jose Mourinho.
Mourinho varð fimmtugur í gær: Ég get þjálfað í tuttugu ár í viðbót
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn